Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 28
RAUNBORG WÆHLE, 14 ára:
PÉTUR PENI,
MÁVURINN, SEM DÓ
Eftirfarandi smásaga er samin í útilegu eða eins
konar námskeiði, sem kvenskátafélagið „Valkyrj-
an“ á Akureyri hélt í skála sínum síðastliðið
vor. — Dag nokkurn var skátastúlkunum sagt
að skrifa smásögu um fugl eða fuglsleifar, sem
|jær kynnu að finna úti á víðavangi þennan
dag. Þessi saga um Pétur pena þótti bezt rituð,
og hlaut höfundur hennar, sem er aðeins 14 ára,
sápuhylki að verðlaunum fyrir hana.
Skátablaðinu væri mjög kærkomið, að fá fleiri
sögur eða frásagnir frá yngri skátunum.
AÐ var einn hráslagalegan vormorgun
í litlu þorpi við sjávarströndina.
Mávarnir flugu gargandi yfir ströndinni
og sjónurn. Það var eins og þeir væru að
bíða eftir einhverju. Það var líka rétt. Þeir
voru að bíða eftir því, að fiskimennirnir
legðu netin sín.
Allt í einu flautaði skip á firðinum. Það
varð upp fótur og fit í öllu þorpinu. Allir,
sem vettlingi gátu valdið, þyrptust niður á
bryggju, því að það var sjaldgæft að skip
kæmu þangað, nema þá helzt síldarskip.
Þetta var víst útlenzkt skip, að minnsta
kosti sagði Gúndi gæs það, og þá hlaut
það að vera satt.
Skipið lagði að landi, og það stigu vel
búnir rnenn á land. Sumir þeirra voru með
byssur unr öxl, en allir voru þeir á dönsk-
um skóm. Áhoi fendurnir á bryggjunni þok-
uðust ósjálfrátt frá. Fólkið hvískraði og
pískraði, og yngismeyjarnar sögðu, að það
væri nú munur að sjá þessa heldur en sjó-
mennina á síldarskipunum, sem væru að
Mávurinn er stór fugl
og heldur klunnalegur.
Hann er grádröfnóttur
að lit og lifir á ýmsu
sjófangi, dauðu og lif-
andi.
Þessi saga er um máv,
líf hans og dauða.
koma hér á sumrin. Þó höfðu þær stund-
um gefið þeim hýrt auga. Nú var það graf-
ið og gleymt.
Það kvisaðist nú brátt, að þetta væri
enskt skemmtiskip, og mennirnir, sem
stigu á land, ætluðu að skjóta íslenzka
fugla og setja þá á söfn.
Það var komið kvöld.
Mávarnir flugu nú ekki lengur gargandi
yfir sjónum. Þeir voru orðnir saddir á ýmiss
konar sjófangi, sem þeir voru búnir að
gæða sér á.
Gráleit þokuslæðan læddist inn með firð-
inum. Nóttin breiddist yfir. Útlenzka skip-
ið vaggaðist þýðlega á sjónum. Allt var
hljótt.
En inn með firðinum sveif einmana máv-
ur. Hann flaug þunglamalega meðfram
ströndinni og að lokum settist hann á
klettasyllu, sem skagaði fram úr snarbrött-
um hamrinum. Þessi einmana mávur hét
Pétur og félagar hans uppnefndu hann og
kölluðu hann Pétur pena. Þeir líktu hon-
um við kvenfuglana. Það særði hann ósegj-
anlega mikið, uppnefnið. Lífið hafði verið
honum þungbært. Hann mundi vel eftir
því, þegar hann hafði verið lítill. Hann átti
heima á þeirri sömu klettasyllu, sem hann
sat nú á. Ó, hve hann mundi það vel. Hér
hafði hann átt heima með pabba sínum
og mömmu og mörgum systkinum. Og þá
var hann svo lítill, miklu minni en bræður
lians og leikbræður. Þess vegna fékk hann
20
SKATABLAÐIÐ