Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 15

Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 15
lians drógu hann báðar lijálparlaust upp úr og alveg upp á traustan ís. Svo kom röðin að Frank. Og honum var bjargað á sarna hátt. En drengirnir hríðskulfu þarna af kulda, eftir þetta óvænta bað. — Hlaupið þið, báðir tveir, eins hart og þið lifandi getið, sagði Nanna. — Hús skógargæzlumannsins er hérna skammt frá, þarna upp frá, sjáið þið, og lnin benti í áttina þangað. Drengirnir hlupu af stað. Tennurnar glömruðu í þeim og það lak af þeim vatnið eins <og hundum af sundi. Þeir fundu hús skógargæzlumannsins. Þeir fengu að fara úr fötunum og þurrka þau við ofninn. Þeir náðu sér brátt eftir volkið, en það liðu samt nokkrir tímar áður en þeir urðu ferðafærir. — Þetta var nú skrýtin skógarferð, sagði Venni, þegar þau loks lögðu af stað heim- leiðis. — En hvernig stóð á því, að þið komuð einmitt á réttu augnabliki? spurði hann svo og snéri sér að Nönnu og Gyðu. — Við höfum fylgt ykkur eftir síðan í morgun, sagði Gyða og hló við. — Þið vild- ugj að vísu ekki hafa okkur með, en við hugsuðum sem svo: Við höfum þó alltaf leyfi til þess að fara sömu leið og þeir. Og það gerðum við. — Við sáum greifingjann líka, sagði Nanna hlæjandi. — Og þið björguðuð lífi okkar, sagði I’rank alvarlegur, — og það verð ég víst að viðurkenna. Við áttum það sannarlega ekki skilið, eins og við tókum á móti ykkur. — Nei, alls ekki, sagði Venni iðrandi. — Auðvitað ekki, sagði Gyða, en dreng- ir eru einu sinni drengir, — stundum heimskir eins og gengur, bætti hún við íbyggin, kinkandi kolli hátíðlega. — Já, heimskir vorum við sannarlega, samsinnti Frank. — Ætlið þið að segja frá þessu heima? sagði Venni og leit spyrjandi á frænkur sínar. — Nei, nei, alls ekki, staðhæfði Nanna. — Hönd mín upp á Jiað, sagði Frank og smáglotti við. — Vinir, — cr ekki svo? sagði Venni og leit hvasst á frænkur sínar, til þess að vera viss. •— í blíðu og stríðu, — sögðu báðar stúlk- urnar og tókust J)étt í hendur við þá Venna og Frank. SKRÝTLUR Ur dagbók Kobba. Kobbi litli fékk tvær gjafir á afmælis- daginn sinn: vasabók, til þess að færa í dagbók, og hundabyssu. Hann fór strax að halda dagbók, svohljóðandi: Mánudagur: ,,Þoka og súld.“ Þriðjudagur: „Súld og þoka.“ Miðvikudagur: „Þoka og súld. Skaut ömmu.“ Ekki hrceddur við lögregluna. Klukkan tvö að næturlagi, kemur piltur á reiðhjóli niður Hverfisgötuna með ljós- lausa luktina. Á horni Hverfisgötu og Ing- ólfsstrætis stendur lögregluþjónn og kallar skipandi röddu: — Kveiktu á luktinni, drengur. — Vertu ekki svona myrkfælinn væni! sagði snáðinn. Dönsk fyndni. Kristján konungur var á ferðalagi og kom til smáborgar og þyrptist þar að múg- ut og margmenni til að sjá hann. Þar voru einnig tvær ungar stöllur og sagði önnur við hina: „Sá er ekki par fríður.“ „Nei,“ sagði kóngur og sneri sér að þeim. „En hann heyrir vel.“ SKÁTABLAÐIÐ 7

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.