Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 44

Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 44
Fréttabréf frá Úlfljóti Qlf OIa ATASONGBOKIN cr að koma ut. Kæru skátar! Nxi erum við loksins að senda frá okkur nýja prentaða skátasöngbók, og er þörf hennar orðin knýjandi. Söngbók skáta kom út 1935. Hún er uppseld fyrir löngu, enda orðin úrelt, því að alltaf eru nýir söngvar að bætast við, en hætt er að syngja þá gömlu. Við höfum fengið alla nýju söngvana frá síðustu árum, auk þess nokkra alveg spánýja söngva, sem skátar sjá nú í fyrsta sinn í Skátasöngbókinni. Svo eru auðvitað allir gömlu söngvarnir, sem enn eru sungnir. Þetta verður því heilmikil bók, helmingi stærri en sú gamla. Söngbókin verður í vasabókarbroti og bundin í sterkt og handhægt band. Við verðum því miður að segja ykkur, að FLOKKSFORINGJAHANDBÓK- IN getur ekki komið út fyrr en í vor, en þá kemur hún líka prentuð, en ekki fjölrituð eins og upphaflega var ætlunin. Af eldri bókum viljum við minna ykkur á: 1. Otileikir. 2. Við varðcldinn. 2. hefti. 3. Skátarnir á Robinsoneyjunni. Þessar bækur þurfa allir skátar að eignast og lesa, svo að þær megi koma skátastarfinu að gagni, en það er aðaltakmark okkar. Að lokum viljum við þakka öllum skátum samstarfið á liðna árinu og óska þess að 1947 megi verða gott skátaár. Með skátakveðju. V. s. Skátafélög um land allt! Pantið Skátasöngbókina í tíma. Prentsmiðjan ODDI h.f

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.