Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 23

Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 23
BRJOTA HNOTINA Þrautir. i- Hvað er það fyrsta, sem presturinn gerir, þegar hann kemur upp í pédikunarstólinn, fyrsta sunnudag í febrúar? s. Hvernig eru steinarnir á botni Rauða hafs- ins? 3. Hve margar kattarrófur þarf til þess að þær nái til tunglsins? SKATAB LAÐ IÐ 4. Hérna eru tvær bækur, 1. og 2. bindi, og standa þau hlið við hlið í réttri röð. Hvort bindi er 34 mm að þykkt. (Innihaldið er 30 mm, en hvert spjald 2 mm að þykkt). Á bls. 1 í fyrra bindinu er bóklús. Hún skríður frá 1. bls. í fyrra bindinu til síðustu bls. í seinna bindinu. Hve marga nnn hefir hún skriðið, þegar hún kemur þangað? 5. Maður þurfti að flytja yfir á úlf, geit og poka af kálhausum. Hann varð að flytja eitt af þessu þrennu yfir í einu, því að flytti hann t. d. úlfinn og geitina yfir í sömu ferð, át úlfurinn geitina, og ekki gat hann skilið geitina eftir hjá kálinu, því að það er hin bezta fæða, sem geitur fá. Hvernig fór maðurinn þá að leysa þennan vanda? SKÁTAR! Sendið Skátablaðinu skrýtlur, myndir, krossgát- ur, vísur, feiumyndir, þrautir og skemmtanir. 15

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.