Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 35

Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 35
FLOKKSFUNDIR \ TÚ hefir víða verið tekið upp hið svo- ' nefnda samfundakerfi í vetrarstarfsemi skátafélaganna, en þó eru þau félögin senni- lega fleiri, sem bæði sakir lnisnæðisleysis og af öðrum orsökum liafa ekki haft tök á að taka það upp. Það er alltaf stærsta vandamál flokksfor- ingjans að hafa fundina svo skemmtilega og aðlaðandi, að skátar lians sækist eins mikið eftir að fara á flokksfundinn og á spennandi bíómynd. Það er þess vegna sí- fellt þörf á að leiðbeina flokksforingjum um það, hvernig þeir eiga að hafa flokks- fundina nógu tilbreytingaríka og skemmti- lega. Bezt er að byrja flokksfundinn með stuttri, en þó áhrifarxkri athöfn, t. d. með þvx að allir fari með skátalögin. Síðan er bezt að byrja á einhverjum stuttum, en skemmtilegum þætti, sem enginn vill missa af, t. d. stuttum leik eða keppni, sem inni- felur eitthvað úr skátaprófunum. Með því að byrja á þessu, er vakinn áhugi skátanna á því að mæta stundvíslega. Leiki og keppni með atriði úr prófunum er liægðarleikur að búa til, t. d. með hnúta, hjálp í viðlög- um, áttavita, landabréf, skátalögin, flagga- stafióf og morse sem uppistöðu, einnig eru hinir ágætu kimsleikir alltaf bæði skemmti- legir og gagnlegir. Þegar þessu er lokið, hefst kennslan, og er hæfilegt að hún standi yfir í hálftíma. Kennjlunni stjórnar flokksforingi, og skal hann hafa undixbúið hana rækilega fyrir livern fund, svo að hún megi ganga við- stöðulaust. Flokksforingi þarf að hafa lokið því prófi, sem hann kennir undir, svo að hann sé viss í öllum atriðum og öðlist þannig álit hjá skátum sínum. Kennslan skal veia bæði munnleg og verkleg, einnig í leikjum eiris og áður er getið. Flokksfoi'- inginn getur haldið smá fyrirlestra um hin ýmsu atriði, en við sum atriðin, t. d. hjálp Flokksfundur: Kimsleikur. í viðlögum, er náttúrlega nauðsynlegt og sjálfsagt að hafa verklegar æfingar. Dæmi um kennslu á einum flokksfundi: a) Flokksforingi talar um líf og starf Baden- Powells í 10 mínútur. b) Keppni um, hver fyrstur er að hnýta nýliðaprófshnútana blindandi. c) Aðstoðarflokksforinginn flytur 5 mín. hugleiðingu um einkunnaiorðið. cl) Flokksforinginn lætur alla skátana hafa myndir af skáta í búningi. Síðan eiga þeir að merkja á myndirnar, hvar hin ýmsu merki eru borin. Þetta gæti verið nægileg kennsla á ein- um fundi, en eitt aðalatriðið er að hún sé fjölbreytt og lifandi. Nú hefst aftur léttara efni, og gæti þar komið til greina eitthvert eftirfarandi at- riða: Sagðir brandarar úr skólanum, sýndir galdrar, smáleikþættir, þögull leikur, en sjálfsagt er að hafa framhaldssögu, skemmti- lega, spennandi og ekki allt of langa. Síðan SKÁtABLAÐIÐ 27

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.