Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 16
"Skáti er glaðvær.” /'"’LAÐVÆRÐ og bjartsýni eru mikilsverðir og nauðsynlegir þættir í líí'i manna. Þetta er skátum ljóst öðrum fremur: „Skáti er glaðvær.“ Þannig hljóðar eitt hinna tíu boðorða allra skáta í víðri veröld. Skáti er glaðvær vegna þess, að hann veit að glaðværðin auðveldar honum lífsbaráttuna og eykur hamingju annarra. Gleðin er aflgjafi. Þess vegna er skátinn glaður á góðri stund og i góðum hóp. Við höfum öll kynnzt þeim manni, sem í vinahópi, á vinnustað, hvar sem hann fer, er hrókur alls fagn- aðar. Og okkur þykir vænt um liann. Við virðum hann og jafnvel öfundum hann. Við sjáum hann fyrir okkur, þar sem hann leikur við hvern sinn fingur, styttir mönnum stundir með glaðværð sinni og gamni, svo að áhyggjur og amstur hverf- ur sem dögg íyrir sólu. Hann er öllum kærkominn gestur. Þannig á skátinn að vera. Skáti er bjartsýnn og starfsglaður, vegna þess að hann veit, að trúin á lífið er öllum mönnum nauðsynleg, og sé sannrar og varanlegrar lífshamingju nokkurs staðar að leita, þá er það í starfi, þrotlausu starfi. Þar má skátinn eiga víst að finna sjálfan sig. En haldist glaðværðin og bjartsýnin í hendur, verð- ur jtað skátanum öruggur vermir og góður styrktargjafi í leit hans að sjálfum sér. Forfeður vorir skildu og gildi gleðinnar og lilutverk hennar í lífinu. í Hávamálum segir svo: Glaðr ok reifr skyli gurnna hverr, unz sinn bíðr bana. Allir áttu að vera glaðir til æviloka. En Jrótt skátinn sé glaður og hversdagslega léttur í lundu, veit hann ofur vel, að glaðværð á ekkert skylt við alvöruleysi. Lílið hefir kallað liann til að hugsa og starfa. Hann veit vel að alvara líl'sins er mikil og djúp. Þess vegna man hann alltaf og geymir vel í minni gamla íslenzka spakmælið: Gakktu hœgt um gleðinnar dyr og gá að þér. 8 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.