Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 19

Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 19
„Jú, mig langar nú í meira, en maga- rúmið er búið!“ Við sáum nú, að það var hræ af gíraffa, sem þeir höfðu verið að gæða sér á. Hann lá þarna endilangur. Nær öllu skinninu og holdinu höfðu fuglarnir flett af, en beinagrindin var heil: höfuð, háls, hryggur og leggir, og það var of stór biti, jafnvel fyrir gamma. Við fórum sömu leið heim daginn eftir — og þá var hvergi bein að sjá. Hýenur og sjakalar höfðu gert sér gott af þeim. Gammarnir voru ekki einu skrýtnu fugl- arnir, sem við sáum á þessu tveggja daga ferðalagi. En fyrst ætla ég að segja frá öðru. Aður en ferðalaginu lauk sáum við fjölda villtra dýra, til dæmis hundrað og fimm- tíu zebradýr, meira en hundrað skógarhirti — falleg og tíguleg dýr á stærð við litla hesta með löng, bein og viðsjárverð horn, — hópa af litlum, fallegum antilópum og mörg önnur dýr. Af fágætum fuglum sáum við alls um tuttugu og fimm strúta. Þeir stikuðu fram og aftur og reyndu að bera sig virðulega, en þeim heppnaðist aðeins að vera frá- munalega heimskulegir — svona ámóta og stráksnáðar, sem eru að reykja og halda, að þeir séu eitthvað mannalegri fyrir það. Líka urðu sex hnúfunefir á leið okkar. Þeir vaga áfram, og vegna þess, hve háls- langir og nefstórir þeir eru, virðist sem þeir séu alltaf að gá að einhverju. Og sennilega eru þeir líka að því, því að þeir eru forvitnir og áleitnir eins og spurulir strákar, sem engan geta séð í friði. Þeir eru hvorki smeykir við fólk né öku- tæki. Langferðafólk sagði okkur af hnúfu- nef, sem rambað hafði að vagni þess og gengið hring í kring um hann, eins og hann væri að skoða grip, sem hann hefði hug á að kaupa. Þeir hafa undarlega aðferð við að klekja út eggjum sínum. Þeir verpa í holur í u jánum. Þegar eggin eru komin í hreiðrið, skríður karlfuglinn inn í holuna og sezt á þau. Það er hans hlutverk. En til þess að tryggja það, að hann stelist ekki brott, þegar verst gegnir, hleður kvenfuglinn leir í opið á holunni, jrar til aðeins er eftir lítil smuga til Jtess að rétta honum matinn í gegnum. Og jjarna verður hann að kúra á eggjunum. En maki hans og nágrannar færa honum mat annað veifið, og loks rennur upp sá dagur, að hann getur sagt, kannske með eilitlu stærilæti: „Þeir eru komnir úr egginu og kitla mig svo óskaplega á maganum." Þá er leirveggurinn brotinn niður í skyndi, og vesalings fuglinn fær að sleppa úi fangelsinu, en kvenfuglinn tekur við uppeldi unganna. Mörgæsir unga eggjum sínum líka út á skrýtinn hátt — eggi sínu væri sjálfsagt rétt- ara að segja, því að þær verpa aðeins einu eggi. Þær gera ekki nein hreiður. Strá eru ekki heldur auðfengin í heimskautalönd- unum, J>ar sem þær eru. Þær myndu þurfa heilt ár til þess að hafa uppi á einu einasta strái. Því eru góð ráð dýr. Og gæsirnar hafa geysistórar sundfitjar, og á þær verpa |)ær, svo að eggið kólni ckki á ísnum, og unga því þar út. Þegar kvenfuglinum er orðið kalt á fótunum, kemur gassinn, karl- fuglinn, lætur eggið á fit sér og leggst á Jrað. Og svona skiptast þau á og eru sífellt SKÁTABLAÐIÐ 1 1

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.