Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 30

Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 30
A ævintýraleiðum Það er spennandi augnablik hjá skátanum hérna á myndinni. Skyldi hann geta bjargað sér? Ætli reipið sé nógu sterkt? Skyldi hann stökkva á réttu augnabliki — eða hvernig haldið þið annars að þetta hættulega ævintýri hans endi? Eru félagar hans kannske á næstu grösum og koma þeir honum til hjálpar? Og hvernig stendur þá á ferðum þeirra þarna í óbyggðunum? Nú er um að gera að gefa hinu frjóa ímyndunarafli lausan tauminn, því að Skáta- blaðið heitir 50 kr. verðlaunum fyrir beztu smásöguna um hið tví- sýna ævintýri skátans hérna á myndinni. Sagan má vera 2—3 síður í Skátablaðinu, en minnst ein síða. Sögurnar skulu sendar í lokuðu umslagi til Skátablaðsins, pósthólf 831, Reykjavík, merkt: „ V erðla unasagan". 22 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.