Skátablaðið


Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 31

Skátablaðið - 01.01.1947, Blaðsíða 31
FASTUR STARFSMAÐUR B.Í.S. I byrjun nóvembermánaðar síðastliðnum téð stjórn B.I.S. samkv. ákvörðun síðasta aðalfundar fastan starfsmann fyrir B.Í.S. Fyrir valinu varð Aðalsteinn Júlíusson, skátaforingi frá Akureyri. Hann gerðist skáti árið 1939 og hefir æ síðan starfað af alhug að málum skátanna á Akureyri. — Hann hefir verið flokksforingi og sveitar- foringi í nokkur ár. Sótti landsmótið á Hreðavatni 1943 og starfaði mjög að undir- búningi landsmótsins í Krossdal síðastliðið sumar. í liaust sótti hann sveitarforingja- skólann að Úlfljótsvatni. Það yrði of langt mál að fara að telja upp það, sem Aðal- steinn hefir unnið fyrir skátastarfsemina á Akureyri, en þetta ætti að sýna, að hann hefir lagt þar fram góðan skerf. Aðalsteinn lauk stúdentsprófi frá Akureyrarskóla 1946. Nú tekur hann að starfa fyrir skátana víðs vegar um landsins dreifðu byggðir. Það íylgja honum beztu árnaðaróskir Skátablaðsins, er hann heimsækir nú hin ýmsu skátafélög. Aðasteinn hefir þegar heimsótt eftirtalin skátafélög; Fossbúa, Selfossi, Skátafél. Faxa, Vestm.eyjum, Skátafél. á Akranesi, Akur- eyraríél., Húsavíkurfélögin. Þá mun vera skÁtablaðið nýstofnað skátafél. í Hrísey. Ennfremur mun hann nú á næstunni heimsækja Siglu- fjörð, Sauðárkrók, Reynistað og Blönduós, en svo er ætlunin að hann fari til Aust- fjarða og stofni þar skátafélög, en óskir hafa komið fram um slíkt þaðan. Ætlunin hafði verið að hinn fasti starfs- maður B.Í.S. starfaði aðallega í Reykjavík við yfirstjórn skátamálanna, en vegna knýj- andi nauðsynjar, þá ákvað bandalagsstjórn- in að erindrekinn skyldi fyrst fara milli allra skátafélaga landsins, kynnast aðstæð- um og starfi þeirra og hjálpa til, eftir því sem ástæður og tími væru. Ennfremur skyldi hann standa fyrir foringjanámskeiðum, þar sem því yrði við komið. í haust réð stjórn B. í. S. Borghildi Strange, deildarforingja í Reykjavík, til þess að takast á hendur að fara til Grinda- víkur og Siglufjarðar og aðstoða skátafél. þar við að koma starfinu í gang og halda f oringj anámskeið. FORTNGJASKÓLAR. Skátablaðið hefir frétt frá foringjaskóla- nefndinni, að væntanlega muni eftirtalin foringjanámskeið verða haldin á þessu ári: Sveitarforingjanámskeið á Akureyri í vor, líklegast um mánaðarmótin maí—júní. Sveitar- og flokksforingjanámskeið á Úlf- ljótsvatni í haust, líklegast seinast í sept. Það er þó ekki búið að fastákveða þetta, 23

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.