Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 23

Skátablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 23
PALL SIGURÐSSON: nril skamms tíma hafa verið til mjög fáar bækur á íslenzku, sem ætlaðar hafa verið sKátum sérstaklega. Á þeim rúmlega tveim áratugum, sem B.Í.S. hefur verið starfandi, hefur stjórn þess aðeins gengizt fyrir útgáfu þriggja bóka fyrir skáta, skáta- bók (1930), skátasöngbók (1935) og skáta- prófabók (1944). Handbækur fyrir foringja hafa verið al- gerlega óþekktar á íslenzku, og ekki hefur verið reynt að útvega erlendar bækur, nema hvað einstakir foringjar hafa getað náð í þær, hver handa sér. Þó eiga nágrannar okkar víða erlendis úrval skátabókmennta, sem hægt hefði verið að afla, og flestir for- ingjar geta hagnýtt sér erlendar bækur, að minnsta kosti á ensku og dönsku. Vafalaust hefur mörgum lengi verið Ijóst, að ekki var mikillar framþróunar að vænta hjá skátahreyfingunni, ef foringja skorti jafn sjálfsögð gögn og handbækur eru, en þó að svo hafi verið, virðist enginn áhugi hafa verið hjá opinberum aðilum hreyf- ingarinnar til að ráða hér bót á. Að minnsta kosti voru þessi mál hvorki tekin til róttækrar meðferðar af stjórn B.Í.S. né fulltrúaþingum. STOFNUN ÚLFLJÓTS. í nóvember árið 1943 var skátaflokkur- inn Úlfljótur stofnaður. Stofnendurnir voru fimm: Hallgrímur Sigurðsson, Hjör- leifur Sigurðsson, Páll Gíslason, Páll H. Pálsson og Páll Sigurðsson. Tilgangurinn með stofnun flokksins var eins og stendur í reglugerð hans, „að afla íslenzkum skátum bóka um skátamál“, ým- SKÁTABLAÐIÐ ist með útvegun erlendra bóka eða útgáfu bóka og bæklinga. Allir stofnendur flokksins höfðu starfað sem foringjar í félögum sínum og þekktu því af eigin reynslu, hve bókaskortur var til- finnanlegur og stóð í vegi fyrir góðu starfi. Eins og vænta mátti var fjárhagslegur grundvöllur flokksins enginn. Þó var ráð- ist í að kaupa nokkrar enskar skátabækur, sem til náðist, og voru þær seldar foringj- um bæði í Reykjavík og úti á landi. Ágóða af sölu þessara bóka var svo varið til útgáfu tveggja bæklinga, sem heita Við varðeldinn (1. liefti) og Útileikir. Báðar þessar bækur voru fjölritaðar og komu út vorið 1944. Jafnframt voru fleiri líkir bæklingar í gerð, m. a. ævisaga Baden-Powells. Hug- myndin var, að þetta yrði lítið og ódýrt kver, sem allir skátar keyptu og læsu. En eins og við var að búast, seldust fyrstu tveir bæklingarnir hvergi nærri fyrir kostn- aði strax, og varð því ekkert fé afgangs til áframhaldandi útgáfu. Var því aðeins um tvo kosti að velja fyrir Úlfljót, annað hvort að bíða og sjá hvort ekki rættist úr eða leita aðstoðar við útgáfuna utan flokksins. Hvorugur kosturinn þótti góður, en sá síðari var valinn. SAMSTARF VIÐ B.Í.S. Strax við stofnun Úlfljóts hafði stjórn B.Í.S. verið tilkynnt um það með bréfi og þess jafnframt getið, hver væri tilgangur- inn með stofnun hans. Stjórn B.Í.S. hafði strax viðurkennt flokkinn sem ófélagsbund- inn útgáfuflokk innan sinna vébanda og heitið honum stuðningi, ef með þyrfti. 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.