Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Side 19

Skátablaðið - 01.07.1948, Side 19
hinir sömu séu komnir af skátaaldrinum svo- kallaða, ber þess gleggst vitni. Mér finnst nú, að margar þær vonir, er ég gerði mér um veru mína í skátafélaginu, hafi ræzt og séu alltaf að ræt- ast. Starf skátanna býður upp á óteljandi verk- efni. Þar er rúm fyrir alla, hvernig svo sem viðhorf þeirra til lífsins annars eru. Guðm. Ófeigsson. EF VIÐ h'tum yfir far- inn veg-----. Þannig er upphaf einnar skátavísu okkar, og flest erum við þannig gerð, er við stöndum á einhverjum tímamótum að meta það sem gert hefur verið. — Skátafélagsskapurinn hefur eflzt og dafnað í þessi 35 ár, en mörg verkefni eru ennþá fyrir hendi. Það er ósk mín, að skátahreyfingin eigi eftir að berast út um allt landið og að sem flestir íslenzkir unglingar fái tækifæri til að kynnast henni og njóta þeirra hollu uppeldisáhrifa og ánægju, sem fylgir góðu skátastarfi. Margrét Hallgrimsdóttir, Akureyri. ENGU EINU á ég meira að þakka en skátahreyfingunni. Þar hef ég byrjað á öllu mínu föndri, sem hefur orðið mér bæði til gagns og gleði. — Vegna langr- ar reynslu get ég engum ráðið betur en að taka skátahrevfinguna alvar- lega og kappkosta að tileinka sér starfsaðferðir og sjónarmið hennar. Takmark skátahreyfingarinnar er nægjanlegt lífstakmark hverjum meðalmanni og engin skapgerð er ákjósanlegri en sú, sem sannur skáti þarf að hafa. Þetta er Jtað, sem ég persónulega hef um skátahreyfinguna að segja. — Um engan annan félagsskap get ég sagt jafn mikið gott. Helgi S. SKÁTAHREYFING- IN er i upphafi hugsuð sem þjóðlegur enskur félagsskapur. En það sýndi sig brátt að skáta- hreyfingin var heppileg og mjög æskilegurfélags- skapur fyrir æsku ann- arra landa. Hún er al- þjóðleg hreyfing, sem vinnur að bræðralagi og friði milli allra þjóða. En þó að skátahreyfingin sé alþjóðlegur félagsskapur, þá er hún fyrst og fremst þjóðleg. Hún kennir æskulýðnum að hugsa og starfa sjálfstætt, ktnnir þeim að virða verðmæti þjóðar sinnar. Og sú æska, sem skil- ur og virðir sína eigin þjóð, hún skilur og virðir hugsanir og skoðanir annara þjóða. Með gagnkvæmum skilningi æsku allra landa, er fyrsta sporið stígið til friðar og vináttu meðal þjóðanna. Franch Michelsen, Rvík. í ÞRJÁTÍU OG FIMM ár hefur skátahreyfing- in mest megnis verið félagsskapur barna og ungmenna. I dag er við- fangsefnið fólgið í því að víkka og breikka verksvið hreyfingarinn- ar, svo að okkur takist að halda í unglingana og uppkomna fólkið. Heppnist þetta, verður það upphafið að örum vexti, að öðrum kosti geta liðið önnur 35 ár án þess að um nokkra verulega framför verði að ræða. SKÁTABLAÐIÐ Hallgr. Sigurðsson, Rvik. 113

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.