Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Page 15

Skátablaðið - 01.07.1948, Page 15
Dr. med. HELGI TÓMASSON, skátahöfðingi: Skátafélagsskapurmn fjorutíu ára Skátafélagsskapurinn hóf göngu sína fyrir fjörutíu árum, eða 1908. Hann er nú langfjölmennasti alþjóðlegur æsku- lýðsfélagsskapur sem til er og vitað er að verið hafi til. Starfandi drengjaskátar munu nú vera milli 4 og 41/2 milljón og starfandi kvenskátar rúmlega tvær mill- jónir. Margar milljónir hafa auk þess starfað í skátafélögunum lengri eða skemmri tíma. Skátafélög eru nú í meira en sjötíu löndum. Þau eru hafin yfir þjóðerni, lit- arhátt, trúarbrögð, stjórnmál og stétta- skiptingu. Tilgangur félagsskaparins er að hjálpa ungum drengjum og ungum stúlkum til þess að verða að nýtari borg- urum, verða hæfari til þess að lifa líf- inu, hvernig sem það síðar kann að verða fyrir þeim. Að markmiði sínu vinnur félagsskap- urinn með því að fá unga fólkið til þess að hagnýta nokkrar tómstundir sínar á skipulegan hátt — það veit að um er að ræða sjálfvalið tómstundastarf, leik sem hver maður er sjálfráður um að hve miklu leyti hann leggur sig í líma við. En hver leikur fylgir vissum leikreglum og miðar að því að þroska vissa hæfileika. Sameiginlegar leikreglur allra skátafélaga eru skátalögin. Á uppvaxtarárum Baden Powell voru ekki nema rúm 100 ár frá því að Rousseau reit frelsisskrá æskunnar í „Emile“ og þar með frumdrög allrar síðari uppeldis og barnasálarfræði, en grundvallarsjónarmið Rousseaus í þeim efnum, og sem enn er miðað við, var að uppeldisleiðir allar verði að miðast við eðli barnsins. Pestalozzi og Fröbel sögðu að þá væri eðlilegast að ala barnið upp SKÁTABLAÐIÐ 109

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.