Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 24

Skátablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 24
Það varð því úr, þegar einsýnt þótti að flokkurinn gæti ekki sjálfur komið bókum sínum á framfæri, að athuga, hvort stjórn B.Í.S. væri fáanleg til að gefa út þau hand- rit, sem flokkurinn ætti og þættu nauðsyn- leg. Lyktir málsins urðu þær, að stjórn B.Í.S. tók að sér að gefa út handrit Úlfljóts og var ákveðið, að flokkurinn skyldi fá 5% af brúttó útsöluverði bókanna í sjóð sinn. Handrit þau, sent hér var um að ræða, voru: a) Sagan um Baden-Powell. b) Nýi flokksforinginn (seinna nefnd Skátastörf). c) Skýringar við nýliðaprófið. d) Varðeldaþættir. e) Skátarnir á Róbinsoneyjunni (skáta- saga). Úifljótur hófst strax handa, og seint á árinu kom út Sagan um B.-P., fyrsta prent- aða bók fiokksins. Úlfljótur hafði allan veg og vanda bæði af samningu, prófarkalestri og öðru, sem útgáfunni við kom, hins vegar var dreifing og sala bókarinnar flokknum óviðkomandi. Útkoman varð sú, að meiri hluti af upp- lagi bókarinnar komst aldrei lengra en í geymsluskápa B.Í.S. Ekki var gerð nein til- raun til að setja bókina í bókaverzlanir og jafnvel skátar í Reykjavík vissu naumast að liún var til. Þessi ómaklega meðferð bókarinnar varð flokksmönnum Úlfijóts mikil vonbrigði og dró mjög úr áframhaldandi starfi í sömu átt, enda varð sú raunin á, að starf flokks- ins lagðist alveg niður um eins árs skcið. NÝTT STARF. NÝR FLOKKUR. Á miðju ári 1946 hóf Úlfljótur starf á ný. Nú varð sú breyting á flokknum, að þ(‘ir bræður, Hallgrímur og Hjörlcilur, fóru til náms erlendis og varð því nauðsyn- legt að fá nýja starfskrafta. Þeim Magnúsi Pálssyni og Haraldi Guðjónssyni var þá boðið að ganga í flokkinn og þekktust þeir báðir boðið. Vorið eftir, er þeir Hallgrímur og Hjör- leifur komu heim aftur, töldu þeir sig ekki geta starfað áfram í flokknum og sögðu sig formlega úr honum á miðju sumri f947. Það var einróma áiit flokksmanna, að samkomulag það, sem gert var við stjórn B.Í.S., væri ekki lengur bindandi fyrir flokk- inn, þar eð stjórnin hefði ekki staðið við samkomulagið að sínurn hluta. Því var samþykkt að hefja starfið á nýjum og traust- ari grundvelli. Öllum var Ijóst, að allar skáta- og foringjabækur seljast seint og eru dýrar, þess vegna væri nauðsynlegt að hafa einhverja fjáröflunarleið til að bera hall- an af útgáfu slíkra bóka. Beinast lá við að gefa jafnframt út bækur, sem seldust vel og væru líklegar til að skila ágóða. En að sjálfsögðu þurfti höfuðstól til að geta farið af stað. Ekki þótti ráðlegt að taka lán utan flokksins og varð því að sam- komulagi, að allir flokksmenn legðu fram nokkurt fé. Fyrir jólin 1946 kom svo út bókin Skát- arnir á Róbinsoneyjunni, eftir F. H. Dim- mock. Nokkru áður hafði komið út ein fjölrituð bók, Við varðeldinn, 2. hefti. Árið 1947 var ntikið starfsár lijá Úlfljóti. Skömmu eftir áramót kom út ný Skáta- söngbók. Þörfin fyrir slíka bók var orðin mjög brýn, enda engin söngbók verið gefin út síðan 1935, utan smábæklingar, fjölrit- aðir, sem útbúnir höfðu verið í sambandi við landsmót. Til bókarinnar var vandað eftir föngum og var henni að vonum tekið mjög vel, svo að nauðsynlegt var að endur- prenta hana um mitt sumar. Seint í október kom út bókin Skátastörf eftir Hallgrím Sigurðsson. Hún hafði verið 118 SKATABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.