Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Síða 21

Skátablaðið - 01.07.1948, Síða 21
OFT HEF ÉG hugsað um, á hve inargan hátt unglingarnir geta eytt frístundum sínum og hve niikið er undir því komið, að þeir komist í góðan félagsskap, sem allra fyrst. Ég álít, að skátahreyf- ingin sé bezt kjörni félagsckapurinn, sem unglingarnir eiga kost á. Þar cr liægt að finna fjölbreytt og gagnleg verkefni fyrir alla til að fást við í frístundum sínurn, en til þess að reynast góðir skátar verða þeir að leggja tölu- vert á sig, því skátastarfið er eingöngu frístunda- starf og því ekki borgaðir peningar fyrir það, en ánægjan og fullvissan um að vita að verið er að vinna að góðu málefni er hverjum sönnum skáta næg borgun. Foreldrar ættu að kynna sér starfsemi og markmið skátahrevfingarinnar meir en verið liefur, því ég er sannfærð um, að þau óska einskis frekar en að vita börn sín eyða frístund- um sínum á heilbrigðan hátt með skemmtileg- inn félögum í góðum félagsskap. Soffía StefánscLóttir, Rvík. ÞEGAR HUGSAÐ er til þeirra manna, sem mót- að hafa skátastarfið á hverjum stað í þessi 35 ár, þá hlýtur maður að reka augun í það, hve ungir flestir þeir hafa verið skátaforingjarnir, sem mestu hafa af- kastað. — Það hefur því sannarlega verið æskan á hverjum tíma, sem hefur leitt skátastarfið. — Þetta hefur sína kosti, en líka galla. Æskan er oft djörf og fljót til og nær oftast bestum árangri í áhlaupastarfi. Þetta hefur líka verið einkenni skátastarfsins á íslandi. Við þyrftum að bæta við áhlaup unga fólksins einbeitni og staðfestu, sem eldri skátaforir.gjar gætu lagt til, svo að úr yrði stöðugt batnandi og vax- andi skátastarf á íslandi. Páll Gíslason, Rvík. SKEMMTILEGAST af öllu í skátastarfinu er að vera flokksforingi. Skátaflokkurinn, G—8 kvikir, áhugasamir, sam- stilltir og einlægir dreng- ir, fullir starfsþrá og löngun til þess að vita nteira og gera meira, falslaus tryggð, saklaus hjörtu, hinn opni og spuruli barnshugur; allt þetta veitir manni sanna og óblandna ánægju. Skuggahliðar skátastarfsins, ef nokkrar eru, mætti telja amstur og erjur hversdagslífsins í skátafélaginu. F'orsjárlaust kapp, skoðanamun- ur og sundurlyndi hinna eldri í sambandi við stjórn stærri heildanna, félagsins þ. e. þegar einstaklingurinn hverfur í skugga aukaatriða og heildarinnar, svo og óheppileg verkaskipting, ósamræmi milli orða og gerða og oft á tíðum hóflausar kröfur annarra til skátans, Enginn skyldi þó hliðra sér hjá að taka þátt í stjórn og störfum félags síns, vegná þess, að enginn getur farið varhluta af slíkum árekstr- um og erfiðleikum síðar hteir í lífinu. Skáta- félagsskapurinn er tæki í höndum okkar sjálfra til alikins manndóms og þroska. Litla skáta- félagið er ekkert annað en spegilmynd af liinu tfóra þjóðfélagi, sem við öll hrærumst i. Á hinnj, ntiklu göngu er því hollt fyrir hvern og einn að staldra við á skátaleitinu og kanna lífið. Skátafélagsskapurinn er hinn ákjósanlegasti stökkpallur út í lífið sjálft. Skátahreyfingunni má líkja við gistihús uppi í fjöllum, þar sem öllum ungum sem gömlum, er veittur hollur og góður beini í samræmi við: jrarfir þeirra og óskir. V. Júliusson. SKÁTABLAÐIÐ 115

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.