Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 50

Skátablaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 50
víkur skátaskólann. Var ekki annað hægt að merkja, en bæjarfulltrúum litist vel á skólastarfið. 1944. Haustið 1943 var það ákveðið, að Þor- lákur færi frá Úlíljótsvatni og skátarnir tækju búskapinn í sínar hendur. Var það stórt spor, og þegar litið er nú til baka, má segja, að það hafi ckki verið giftudrjúgt. En þá óraði engan fyrir þeim erfiðleikum, sem frarn komu, þegar fram í sótti. Síðla vetrar réðist Sigtryggur Árnason sem ráðsmaður að Úlfljótsvatni. Tók hann Skátar við þvott á kvenskátaskólanum á Úlfljótsvatni. við 4 kúm af Þorláki, en þær kýr voru kú- gildi jarðarinnar, en auk þess voru kýrnar frá fyrra sumri. Sigtryggur lauk fljótlega við vorverk, sem voru að vísu lítil, því að eingöngu var borin tilbúin áburður á tún- ið, en húsdýraáburður í flög. En þar eð bæjarhús voru orðin mjög hrörleg, var hluti af bænum rifinn og gerð- ar tvær litlar en hlýlegar stofur í staðinn. Annaðist Sigtryggur þessa byggingu, en þar eð hann þurfti að búa í skólanum, meðan á byggingu stóð, voru færri drengir eða tæplega 30, teknir í skólann um sumarið. Undirritaður lét nú af forstöðu drengjaskól- ans, en við tók Ingólfur Guðbrandsson kennari. Aðstoðarmenn hans voru Her- mann Ragnar Stefánsson, Hjörleifur Sig- urðsson og Magnús Pálsson. Borghildur Strange veitti kvenskátaskólanum forstöðu, en með henni voru Helga Áberg, Margrét Matthíasdóttir, Ástríður Guðmundsdóttir og Margrét Magnúsdóttir. Nemendur, sem voru allt sumarið, voru um 20, en auk þeirra margar um skemmri tíma. Þetta sumar fór að bera á því, að tjöldin væru að verða ótrygg, sérstaklega hjá drengj- unum, en þó var ekkert að gert. Starfsemi kvenskátanna var í hröðum vexti og var ljóst, að þær gátu ekki búið við sömu skil- yrði áfram, ekki sízt þar sem þær nú misstu það húsnæði, sem þær höfðu haft heima á bænum. Um haustið tilkynnti Sigtryggur fyrir- varalaust, að hann færi, en var þó samn- ingsbundinn til vors. Var þó ekki að gert, en annar ráðinn í hans stað og hét sá Guð- mundur. Fór hann þangað í nóvember. Þetta sumar má segja, að reglubundin vinna drengja hefjist við ýmis konar bú- störf. Ýmsir annmarkar á þeirri vinnu komu þá fljótt í ljós, t. d. tókst aldrei góð samvinna við bústjórann, og svo þarf sér- staka lagni til þess að stjórna óvönum drengjum við vinnu, en hún virtist vart nægileg hjá ráðsmanninum. Um haustið hófst fyrsti foringjaskólinn á Úlfljótsvatni. Var hann á vegum B.Í.S., sem fól S.F.R. að annast um allar fram- kvæmdir. Foringjaskólinn stóð í 8 daga og var fyrir sveitar- og flokksforingja. Um 30 foringjar stóttu skólann, en Bendt Bendt- sen skipulagði skólastarfið. 1945. Snemma vors var ákveðið að byggja fyrir starfsemi kvenskátanna. Hafði skátahöfð- 144 SKATABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.