Skátablaðið - 01.04.2002, Page 21
Skátamót
Aðstandendur mótsins og þátttakendur.
tókst leitarhópnum að finna
þessa fjóra „sjúklinga" og koma
þeim út úr gilinu. Örmagna eftir
vel heppnað æfingarútkall skriðu
unglingarnir í fletið sitt og sváfu
værum svefni fram á næsta
morgun. Þverun jökulár úr dróttskátamaraþoninu og limbó úr metamótinu. Nóg að gera...
sig í hæstu klettum, ísklifur í Gígjökli, burð
slasaðra á bökkum jökullóns, þverun Krossár,
rötunarverkefni, svifbraut, klettaklifur, refaleit
o.þ.h. Öll verkefnin eru spennandi og lýsandi fyrir
starf og þjálfun hjálparsveitafólks og gefur skát-
unum hugmynd um hvað biði þeirra, gerðust þau
meðlimir í einni af hjálparsveitum Slysavarnar-
félagsins Landsbjargar.
Um kvöldið var dýrindis grillmáltíð. SS kjöti og
salati var skolað niður með gosi í boði
Skátalands. Kokkarnir brilleruðu og sendu hvern
skammtinn á fætur öðrum af ilmandi kjöti inn til
soltinna mótsgesta. Að lokinni máltíð var haldin
kvöldvaka sem var mikið í anda Brennu-Njálu,
enda vel við hæfi.
Um miðnætti var að færast ró yfir staðinn.
Snjókornum var nýbyrjað að kyngja niður og
flestir kunnu ágætlega við að vera inni, jafnvel
ofan í hlýjum svefnpoka, eftir puð dagsins. Allt í
einu bruna hjálparsveitabílar af stað út í myrkrið
með blikkandi Ijós. „Nú er eitthvað að gerast!“
Stuttu seinna voru dróttskátar og ungliðar ræstir
út til að leita fjögurra manna í Strákagili, sem er
spölkorn frá Básum.
Það er erfitt að lýsa því hvernig tilfinningin er
að vera í snjókomu og myrkri að leita að einhverj-
um á ókunnugum stað. Öll skilningarvit eru þanin
til hins ýtrasta, hjartað pumpar meira adrenalíni
en blóði og maður fer að bera óttablandna
virðingu fyrir umhverfinu.
Með því að hjálpast að og samstilla krafta sína
Metamótið er líka fastur liður
í „SAMAN". Þá keppa mótsgestir sín á milli í stór-
furðulegum og ekki alveg eins furðulegum íþrót-
tagreinum og allt er lagt í sölurnar til að skrapa
saman stigum fyrir sitt lið. Hápunktarnir voru
kappátið (sumum finnst skyr betra en öðrum) og
fatalínan (hver gengur í 10 stuttermabolum?).
Eftir met á met ofan hittust mótsgestir og
hjálparsveitafólkið fræddi skátana
um feril útkalls, nýliðaþjálfun og
fleira tengt björgunarstörfum. Þar
kom fram margt fróðlegt og fyrir
marga opnaðist þar nýr heimur.
Eftir myndatöku í mótsbolum,
sem Málning ehf. og Pizzan í
Garðabæ gáfu mótsgestum, var
hoppað upp í rútu og haldið heim -
með bros á vör og regnblauta
sokka.
Þetta mót er ágætt dæmi um
farsælt samstarf skátafélaga og
björgunarsveita, sem mætti vera svo miklu meira.
Það er augljóst að það er beggja hagur að vinna
saman og einbeita sér saman að verkefnum
frekar en að hver sé í
sínu horni að finna upp
hjólið. í dag er vitað um
a.m.k. tvö skátafélög sem
hafa nýverið skrifað undir
samstarfssamning við
björgunarsveitir og
Starfsráð BÍS er í
samvinnu við Slysa-
varnarfélagið Lands-
björgu, að vinna að
sameiginlegu unglinga-
starfi. Við bíðum spennt
og hlökkum til að taka
þátt í nýjum og spenn-
andi verkefnum með
Útkall á laugardagskvöldi. Snjónum kyngdi
niður og skapaði magnaða stemmningu. Á
litlu myndinni er verið að leggja af stað með
„sjúkling" úr gilinu. Á leiðinni þurfti að vaða á.
nýjum félögum!
0
Omega Farma
HafnarfjarðarUær
Orkuveita
Reykjavíkur
SKÁTABLAÐIÐ
21