Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 23
Eitt og annað
„Gakktu á
Hví klifra menn kletta og fjöll? Hvers vegna
kjósa sumir lóðréttan vegginn fram yfir þægilegan
göngustíg - er ekki allt í lagi með þessa menn? Af
hverju geta þessir glæframenn ekki stundað
boltaíþróttir, eins og venjulegt fólk? Svör við
þessum spurningum færðu kannski ef þú lítur við
í Klifurhúsinu!
Þann 22.mars síðastllðinn opnaði Klifurhúsið.
Klifurhúsið starfrækir ínnanhús klifuraðstöðu en
um er að ræða klifurveggi af öllum stærðum og
gerðum. Leiðsluveggur er til staðar ásamt helli og
3 misbröttum veggjum. Á staðnum eru linur og
belti fyrir leiðsluvegg, og einnig er hægt að fá
lánaða skó. Hæðin er 3-5 metrar á veggjunum og
undir þeim öllum eru þykkar dýnur svo enginn
slasi sig þegar dottið er. Við bendum fólki sem
heimsækir Klifurhúsið á að virða þær reglur sem
þar gilda og tökum jafnframt fram að yngri en 13
ára þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. Klifur
er íþrótt fyrir alla, verið því óhrædd að kíkja á vef
Klifurhússins http://www.isalp.is/klifurhusid/
Klifurhúsið er staðsett í Skútuvogi 1G, gengið
inn frá Barkarvogi. Opnunartími Klifurhússins er
mán.-fimmtudag 17-22.30, föstud. 16-21 ,13-17
um helgar.
Leitað oð leiðtogum
Bandalag íslenskra skáta hefur hrundið af stað verkefni sem
miðar að því að koma á skátaflokkum i sem flestum byggðar-
lögum víðs vegar um land þar sem ekki eru starfandi skátafélög.
Nú er veriö að leita að leiðtogaefnum á aldrinum 12 til 14 ára,
haldið flokksforingjanámskeið og skundað með hópinn á
landsmót. Skátaflokkarnir verða síðan stofnaðir í september.
Ekki er stefnt að því að stofna skátafélög á þessum stöðum
heldur aðeins að halda úti sjálfstæðum skátaflokkum sem verða
í beinum tengslum við BÍS. Efni og hugmyndum verður að
mestu dreift til þeirra í gegnum Skátavefinn. Sigurður Viktor
Úlfarsson hefur verið ráðinn til að hleypa verkefninu af
stokkunum og verður spennandi að sjá nýja sprota, nýtt skáta-
starf verða til víðs vegar um landið næstu mánuðina.
Við viljum hvetja gamla skáta sem búa í byggðarlögum þar
sem ekki eru skátafélög til að líta í kringum sig eftir hugsan-
legum flokksforingjaefnum á aldrinum 12 til 14 ára og láta
Sigurð vita í síma 550 9800 eða með tölvupósti
skataflokkar@scout.is.
Viltu gerast
starfsmaöur
landsmóts skáta
Við leitum eftir hressu fólki til að starfa
með okkur á landsmótinu.
Starfsmenn mótsins skiptast i tvo hluta;
a) Starfsmenn ráða og nefnda: Þetta er lykilfólk sem tekur að sér að
stjórna ákveðnum verkefnum fyrir landsmót. Þessir starfsmenn greiða
ekki mótsgjald en fá mat þá daga sem þeirra póstar eru í gangi.
b) Aðrir starfsmenn: Harðduglegt fólk sem tilbúið er að leggja sitt af
mörkum að halda gott landmót. Greiðir 17.500 krónur í mótsgjald, fær
öll einkenni mótsins, mat í mötuneyti landsmóts, miða ístarfsmannaferð
og á sérstaka starfsmannaskemmtun eftir mótið.
V.
Ef þú villt bætast í hóþinn, kíktu þá á vefinn og skráðu þig strax í dag.
V
SKÁTABLAÐIÐ
23