Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1907, Page 10

Sameiningin - 01.04.1907, Page 10
42 hennar eins og Passavant. Hann segir enn fremr, aö hann hafi sett sig í samband við leiSandi starfsmenn þeirrar kirkju- deildar í þeim tilgangi að komast eftir því, hverju þar væri mest ábótavant, og reynt svo af fremsta megni aS bœta úr þörfunum og ráöa fram úr því, sem mest vandræði var viö aö eiga. Oft tókst Passavant langar og erviðar feröir á hendr í iþarfir missíónar-starfseminnar. Fyrstu ferð hans til Skandí- nava í vestr-ríkjunum fór hann árið 1850, og heimsótti þá með- al annars hinar sœnsku nvlendur i Illinois og Wisconsin, og skýrir hann mjög greinilega frá þessu ferðalagi í blaöi sínu. Þessi ferð hans opnaði augu hans enn betr en áðr fyrir því, hve geysimikið verkefni væri til á meðal hinna nýinnfluttu út- lendinga í vestrrikjum Bandarikjanna. Örðugleika þá, sem slík ferð var undirorpin, geta menn bezt skilið, þegar eftir því er munað, að í þá daga var engin járnbraut til fyrir vestan Pittsburg. Enginn maör tók meiri hluttekning í andlegri vel- ferð þeirra en hann. Mörgum árum síðar, þegar hið íslenzka kirkjufélag vort var myndað, var hann einnig þar með í anda. í ritstjórnargrein frá 9. Nóv. 1893 í blaðinu Workman, sem hann var ritstjóri við síðustu ár æfi sinnar, getr hann þess, að hann hafi átt tal við séra Friörik J. Bergmann og séra Haf- stein Pétrsson stadda í Chiacgo þá skömmu áðr, og segir, að það samtal hafi veriS sér til stórrar ánœgju og uppbyggingar. Eftir aS hafa getið hins helzta, sem gjörzt hafði innan kirkju- félags vors á því ári, og látið í ljósi gleSi sína yfir aftrfenginni heilsu séra Jóns Bjarnasonar eftir hið langa sjúkdómsstríð hans, minnist hann með nokkrum orSum á trúboS Únítara á meðal íslendinga. Lætr hann þá skoSun i ljósi, að þaS starf geti aldrei orðið kirkjufélagi voru til mikils skaSa, nema ef til' vildi um stundar sakir, þvi þeir, sem aðhyllist hinn kirkjulega félagskap á annað borð, yrði eljumeiri og áhugameiri einmitt vegna mótspyrnunnar, sem þeir yrði fyrir. Eftir að hafa þjónaö söfnuSi sinum i Pittsburg í ellefu ár, sagði Passavant af sér þvi embætti til þess að geta gefið sig betr við hinum öðrum störfum sínum. Honum fannst hann vera beinlinis kallaðr til þess að gjöra líknarstarfsemina og missíónar-starfið aS aðal-lífsstarfi sínu. í þau 39 ár, sem

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.