Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1907, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.04.1907, Blaðsíða 27
59 Nú tökum viS miklu bétur eftir því, sem viö okkur er sagt í gegn um augun, heldur en því, sem sagt er viö okkur i gegn um eyruti. Viö sjáum betur en viö heyrum. Viö ættum þá aö skilja, hvað gagnlegar eru fyrir okkur góðar myndir. Þaö er ljómandi mynd út af upprisunni í „Ljósgeislunum“ «ýju (myndin igj. Hún er eftir Plockhörst, mikla málarann iþýska, og heitir „Páska-morgun", þótt eigi standi það nafn undir myndinni á „Ljósgeisla“-blaðinu. Hefur málarinn þar viljað sýna páska-morguninn með myndinni sinni eins og hann hugsaði sér hann. En textinn hans, sem hann eins og leggur út af, er samfundur Jesú og Maríu frá Magdala páskadags- morguninn hjá gröfinni. Þarna stendur Jesús. Fyrir skömmu var hann í mestu niöurlæging sinni. Nú stendur hann þarna í upprisu-dýrð sinni og bendir upp til föðursins. Hvað hann er dýrðlegur! Hann leið og dó, af því hann vildi frelsa. Upprisa hans sýnir það greinilega. Hann haföi augsýnilega raldið, en ekki óvinir hans. Hann var ekki neyddur til aö láta fara svona með sig. Kærleikurinn hans knúöi hann. Ekkert annað. Hann vildi frelsa okkur. Koma okkur til föðursins. Upprisan sýnir það. Og upprisan sýnir líka, að hann getur gert það. Hver, sem horfir á hann og þekkir þar frelsara sinn, verður gagntekinn. Eins og María fellur hann niöur fyrir honum í lotning, tilbeiöslu og lifandi kærleika. Horfir upp á hann og segir í hjarta sinu: „Já, þú ert vegurinn til föð- ursins. Þú einn ert eilífa lífið.“ Stendur svo á fætur eins og hún, til þess að vitna um hann, drottin sinn og frelsara, kross- festan og upprisinn.—Vitna um hann ekki að eins með orðum, heldur um fram alt með lífi sínu, af því hann sjálfur, frelsar- inn, lifir nú í sálu hans. Málarinn segir nú með myndinni, að hver páska-morgun eigi að vera þetta hverri kristinni sál. María varð lifandi mynd upprisunnar. Allir hinir læri- sveinarnir lika. Þeir koma fram fyrir heiminn sem lifandi myndir, er sýna það, að Jesús sé sannarlega upprisinn. Það var sterkasta sönnunin fyrir upprisu Jesú. En í rauninni var það Jesús sjálfur, en ekki þeir, sem á þennan hátt var að sann- færa mennina um, að hann væri upprisinn og væri frelsarinn; því hann var það, sem gerði þá að lifandi myndum. En eigum við þá ekki líka að vera lifandi myndir uppris- unnar? Sannarlega eigum við að vera það. Getum líka verið það — við öll, sem trúum á Jesúm Krist. Því hann vill gera okkur að lifandi myndum og gerir það líka, ef hann fær að lifa í sál okkar og hafa áhrif á okkur.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.