Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.04.1907, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.04.1907, Qupperneq 12
44 þar viö haldiö, heldr og því, aö sem flest fólk kirkjunnar fái notiö menntunar, er í samrœmi sé viö anda kristindómsins. Hann segir, aö lúterskt fólk í Norörálfunni sé yfirleitt hiö bezt mennntaöa fólk þeirrar heimsálfu. Það sé því meiri andlegr þróttr og fjör í þeirri kirkjudeild en nokkurri annarri. Saga lútersku kirkjunnar í Vestrheimi sýnir og, að þau kirkjufélög, sem mesta rœkt hafa lagt viö menntamál sín, hafa tekið mest- um framförum, og aö hjá þeim er hið kirkjulega líf í mestum blóma. Eg verö einnig að sleppa að minnast margra annarra hinna kirkjulegu stofnana, sem dr. Passavant kom á fót. Einni þeirra má þó með engu móti gleyma, því að þeirri stofnun eigum vér íslendingar meira gott upp að unna en nokkurri annarri af stofnunum hans; en það er hinn lúterski prestaskóli i Chicago. Meir en tuttugu árum áðr en sá skóli komst á fót hreyfði hann því máli cg sýndi fram á nauðsyn þá, sem til þess bæri, að slíkr skóli yrði stofnaðr. En af ýmsum ástœðum var það ekki ‘ fyrr en haustið 1891, að skólinn opnaði dyr sínar fyrir lúterska guðfrœðisnemendr. Passavant lifði nógu lengi til þess að sjá, að hinar mörgu fcgru vonir hans í sambandi við þann skóla áttu við góð rc'k að styðjast. Dr. Passavant andaðist sunnudaginn 3. Júní 1894; og lá hann rúmfastr að eins seinasta daginn, sem hann lifði, þótt töluvert hefði hann verið lasinn meir en viku. Starfskraftar hans héldust nálega óskertir til hins síðasta. Hann var greftr- aðr með mikilli viðhöfn næsta miðvikudag í Zelienople við hlið foreldra sinna og annarra ástmenna. Fráfalls hans var og getið í blöðum alls landsins, cg mörg þeirra fluttu langar rit- gjörðir um hið mikla og merkilega æfistarf hans. Öllum bar saman um, að sæti hans myndi seint skipað verða á meðal öld- unga og afreksmanna, ekki að eins lútersku kirkjunnar, heldr og hjá hinni kristnu þjóð í heild sinni. Eg hefi ekki gjört neina tilraun til að lýsa manninum sjálfum, heldr að eins leitazt við að benda á fáein atriði úr lifs- starfi hans, þvi eg álít, að ef nokkur maðr þekkist af verkurn sínum, þá sé það annar eins maðr og dr. Passavant. Hin eld- heita, óbifandi trú hans var uppspretta hins óþrjótandi kær-

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.