Sameiningin - 01.04.1907, Blaðsíða 17
49
Fredrik Nielsen, biskup í Árósum á Jótlandi (írk því árið
1900J, andaðist 25. Marz, rúmlega sextugr aö aldri. Þar
missti danska kirkjan einn af sínum allra merkustu mönnum.
Hann var guöfrœöiskennari viö háskólann í Kaupmannahöfn
áðr en hann varð biskup, frægr fyrir ritverk sín og lærdóm.
Á kirkjusögu lagði hann einkum stund. Hann stóð fyrir út-
gáfu stórverks ,þess, er nefnist Kirkelexikon for Norden, sem
hefir frábærlega rnikinn kirkjulegan fróðleik inni að halda,
•einkum—eins cg titillinn bendir til—að því er snertir Norðr-
lond. Hafa að sjálfsögðu til þess ritverkasafns lagt margir
frœðimenn. Séra Þórhallr Bjarnarson, forstöðumaðr presta-
skólans í Reykjavík, hefir samið greinarnar þar um ís-
lenzka menn og íslenzku kirkjuna. Og eru þeir þættir allir
vandaðir eins og þessi kirkjulega alfrœðabók í heild sinni. En
verkið er ekki enn nærri allt út komið.
Hinni einkennilegu og átakanlegu ensku skáldsögu When
it rvas dark (,,1 dimmunni“J eftir Guy Thorne fRanger Gull),
sem all-nákvæm!ega var getið í „Sam.“ í Maí í fyrra, hefir ver-
ið snúið á norsku, og er þýðing sú prentuð í Kristjaníu. Hinn
norski titill bókarinnar er: „Det store Mörke“. ÞýSandinn
■er Kathrine Faye-Hansen.
Gjafir til hins fyrirhugaöa missíónarhúss í Reykjavík:
("Safnað cg sent af hr. Þorsteini J. Gíslasyni að Brown póst-
húsi, Man.J, J. S. Gillis $1, A. S. Gillis 50 ct., Helgi Jónsson
50 ct., P. Thomasson 50 ct., Magnús Þorsteinsson ('MordenJ
50 ct., K. B. Skagfjcrð 50 ct., Þ. J. Gíslason $1, T. O. Sigurðs-
son 25 ct., Á. S. Árnason 25 ct.
Mrs. Jón Clemens, W.peg, $1, Mrs. Páll Clemens $1.
Samkvæmt fundarályktan í sambandi við það, er „íslend-
ingafélag'- var leyst upp í vetr, hefir fyrrverandi skrifari þess,
lir. Magnús Paulson, 8. Apríl afhent bókasafni kirkjufélagsins
bœkr þær skrifaðar, er nú skal greina: aj Fundabók Fram-
farafélagsins (Isl.fél.J frá 16. Sept. 1877 *il IO- April 1881, bj
Fundabók frá 4. Marz 1881 til 2. Marz 1882, c) Fundabók frá
29. Nóv. 1883 til 23. Jan. 1907, dj Fundagjörningabók Isl.fél.s
frá 25. Apr. 1887 til 7. Jan. 1907, ej Lögbók Framfarafélgs.
Hr. Elis Thorwaldson ('Mountain, N.-Dak.J, féhirðir
kirkjufélagsins, hefir síðan seinast var auglýst í „Sam.“ ýNóv-
■ember 1906J veitt viðtöku þessttm fjárupphæðum: