Sameiningin - 01.04.1907, Page 26
58
vor! viö þér, því vonin
vaknar þá og grær.
* * * ;; ?
Lifi ljúfa voriö!
Lifi vonin skær!
Lifi blessati lífið —
lífsins vonin kær!
Drjúpi’ á hana dreyrinn —
döggvan lífsins heit.
Lifir ljósa vonin
lífs í vermi-reit.
-------o------
MYNDIR ÚT AF UPPRISUNNI.
Prédikað er út af upprisunni. Og sungið er út af uppris-
unni. Hvern einn einasta sunnudag er prédikaö og sungið út
af upprisunni — um Jesúm Krist, frelsarann, krossfestan og
upprisinn. En svo eru líka myndir málaðar út af upprisunni.
Og þeir eru margir, sem hafa málað þær — málað myndir, sem
sýna Jesúm upprisinn.
En mjög fáir hafa reynt að mála upprisuna sjálfa. Mál-
ararnir hafa ekki treyst sér til þess. Enda þegja guðspjalla-
mennirnir. Þeir reyna ekki að segja frá henni sjálfir.
Þeir segja allir frá því, að Jesús hafi upprisið. V'itna á
þann hátt um upprisuna hans; þvi þetta vissu þeir. En þeir
vissu ekkert um það, hvernig Jesús uppreis. Enginn hafði
séð hann upprísa. Þess vegna þegja þeir.
Þeir segja ekki frá öðru en því, sem þeir vita. Ekki samt
frá öllu þvi, sem þeir vita. Ekki neitt líkt því. Þeir velja úr,
og taka það, sem á við það, sem þeir sérstaklega ætla sér að
segja.
Um upprisuna vilja þeir vitna — um það, að Jesús hafi
sannarlega upprisið.
Það er fyrir þeim áreiðanlegur sannleiki. Og þeir vilja
einmitt segja frá þessum dýrðlega sannleika á þann hátt, að
liann verði áreiðanlegur sannleiki fyrir öðrum.
Um iþennan sannleika vitnar fjöldi af miklu málurunum
með myndunum sínum út af upprisu Jesú. Með þeim prédika
þeir um drottin Jesúm upprisinn. Með litum reyna þeir að
segja það, sem aðrir reyna að segja með orðum. Þeir tala
til okkar gegn um augun, þar sem aðrir tala til okkar gegn um
cyrun.