Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1940, Page 17

Sameiningin - 01.04.1940, Page 17
63 Sú þjóð heimsins, sem á einna mest land af öllum þjóðum biður Finnana að geí'a sér land og þegar það er ekki í té er ráðist á þá með öllum þeim morðvopnum, sem þjóð 50 sinnum stærri getur sent þeim á hendur i lofti og á landi. Eldi og brennisteini rignir ekki einungis á finska hermenn, heldur á finskar borgir, þorp, kirkjur, skóla, konur og börn svo að segja um alt landið. Satan hefir þar orðið laus. Að þessu athuguðu verður það ljóst, að Jesús Kristur hefri verið forsmáður og fótumtroðinn í sumum löndum heimsins; en þeir, sem athuga versið í Opinberunarbókinni (20:7) sjá að þar er sagt, að Satan verði leystur aðeins stuttan tíma. Þó alt hafi verið gjört á Rússlandi, af stjórnarvöldunum, til að drepa kristindóminn, og þó þar sé alt gjört til að ala upp æskulýð sem sé algjörlega guðlaus, er samt ekki víst hver verða leikslok, og víst er um það, að ekki hafa öll kné þar í landi beygt sig fyrir Baal. í Þýzkalandi mun það sannleikur, að fjölda margir, sem orðið hafa fyrir erfiðleikum sökum fastheldni við lúterskan krist- indóm, hafa fengið trúareld í sál sína einmitt út af erfið- leikunum. Það lifir sú von í brjóstum sann-kristinna manna að Jesús Kristur eigi eftir að verða hafinn til meiri dýrðar á jörðu en nokkru sinni í liðinni tíð. Eg ann þér, “sigurhetjan, Jesús minn.” —R. M. Hvaðanæfa Meðlimatala katólsku kirkjunnar í löndum Japana nemur nú tvö hundruð áttatíu og þrem þúsundum. Eftir síðustu skýrslum hefir sú kirkja rekið kristniboð sitt með óvenjulega miklum árangri þar um slóðir á þessu síðasta ári, þrátt fyrir ófriðinn; hálft þrettánda þúsund sálir tóku katólska trú — tveir þriðjungar af þeirri tölu í Kóreu, hitt á Japanseyjum. + + > Aftökum án dóms og laga — lynchings — hefir nú farið fækkandi um nokkur ár í Bandaríkjunum. Tuskegee Institute, sem safnar upplýsingum um þessi hermdarverk,

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.