Sameiningin - 01.03.1941, Qupperneq 18
48
kirkjufclagsins í Uniletl Lutheran Church. Höfundurinn,
Jóhanna F. Sigbjörnson, er uppalin nálægt Leslie í Saskat-
chewan, og útskrifaðist fyrir þrem árum i hjúkrunarfræði
frá Almenna spitaíanum í Winnipeg. Foreldrar hennar
eru hjónin góðkunnu, Sigurður Sigbjörnsson og Rannveig
K. G. Sigbjörnsson, sem flestir þekkja, þeir er lesa íslenzku
blöðin.
Áður hafa birzt kvæði eftir Jóhönnu i Winnipeg Free
Press og öðrum blöðum norðan línunnar. Og nú í haust
voru tvö af Ijóðum hennar prentuð í smákvæðasafni, Golden
Verse Anthology, sem gefið var út suður í Fíladelfíu. —-
Kvæðið, sem hér birtist, er ort að tilmælum frá leiðandi
jnanni lúterskum, sem fagnaði mjög yfir úrslitum inngöngu-
málsins.
“Hún Jóhanna mín skilur það,” skrifar móðir hennar,
“að eg verð alt af að einhverju leyti austur-íslenzk, en hún
vitanlega vestur-íslenzk. Hún veit, að það sem íslenzkt er,
getur ekki dáið sársaukalaust fyrir mig, og að sá sársauki
getur aldrei að fullu orðið hennar. Því getur hún lofað
Guð af öllu hjarta fyrir það, sem orðið er; og kristin kirkja
heimtar af mér, að eg taki undir.” G. G.
Velbúinn, góðlegur maður var á ferð eftir einu helzta
stræti San Francisco-borgar, Market Street. Skamt fram-
undan, á götuhorni, stóð fjölskylda, maður, kona og þrjú
börn: fjögra ára, hálfs þriðja árs og fl mánaða. Konan
hélt á yngsta barninu, en hin stóðu hjá henni. Þau voru
öll fátælclega l)úin og fólkið sem sá þau gjörði gys að þeim.
Þau voru vandræðaleg á að líta. Vel búni maðurinn lcom
til þeirra og grenslaðist eftir ástæðum þeirra. Þau könnuð-
ust við að þau hefðu komið mest gangandi, nokkra leið, en
ætluðu til bæjar, sem heitir Riverside. Þau höfðu enga
peninga og börnin voru orðin nokkuð þreytt. Vel búni
maðurinn fór með þau í fagurbúna skrifstofu, og í stórum
stól sofnaði drengurinn, sem var á þriðja árinu. Velgjörða-
maðurinn gekk að símanum, og gjörði nokkrar ráðstafanir.
ínnan skamms kom bíll, sem flutti þau á gott gistihús. Þar
voru þau í góðu yfirlæti næstu nótt. Svo voru þeim ölluni
gefnir farseðlar til Riverside og nokkur fjárupphæð þeim
til aðstoðar meðan þau væru þar að finna fótum sínum
forráð. Maðurinn sem alt þetta gjörði var borgarstjórinn i
San Francisco. R. M.