Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 18
48
Ur ýmsum áttum
Kristnitaka á Alþingi árið þúsund, er einn merkilegasti
atburður í sögu íslands, og sérstæður í sögu heimsins, það
er alveg merkilegt að þjóðin skyldi gefa upp sína fornu
átrúnað því sem næst baráttulaust, hefur allnokkuð verið
um þetta hugsað og skrifað, og jafnvel svo langt gengið að
væna leiðtogana um pólitísk brögð nútímans til að koma sínu
máli fram. Þannig hefur því verið haldið fram að kristnir
menn hafi keypt Þorgeir Ljósvetninga goða til þess að
skera úr málinu sér í vil, sem lítil eða engin rök hafa við
að styðjast, og nær engri átt, því tæplega hefur Þorgeir
verið til sölu, sannleikurinn mun vera sá, að meginþorri
allra bestu og vitrustu manna landsins svo sem hijáls, Snorra,
Síðu-Halls, Gests í Haga, Gissurar Hvíta og annara þeirra
líka höfðu tekið kristna trú, og álitu hinn nýja sið betri en
þann forna, og þeirra áhrif voru feykilega mikil í landinu.
Þá mun það og vera sannleikur að fáir af þeim sem hmum
forna sið fylgdu álitu hann þess virði að hefja blóðugt
innanlands stríð ása-trúnni til verndar. Það mun líka vera
sannleikur að andlegur þroski og manndómur íslendinga
á því tímabili hefur verið á eins háu eða hærra stigi en
hann hefur nokkrutíma verið fyr eða síðar.
Hinn nýji siður virðist hafa haft undraverð áhrif á
þjóðlífið um næstu 150 ára skeið, sem næsta er einstætt i
sögunni, það tímabil er einkent sem friðaröldin, og mun
vera eitt fegursta og farsælasta í sögu þjóðarinnar, kristnar
hugsjónir virðast hafa sett sinn stimpil á mannlífið. Á því
tímabili hefst ritmenska og' bókvísi, og grundvöllurinn er
lagður að hinu merkilega bókmentasarfi þjóðarinnar, sem
öllu fremur hefur aukið henni frægð í umheiminum, en er
tímarnir liðu, hvarf þjóðin frá réttu markmiði og óheil-
brigðar helstefnur festu djúpar rætur í íslenzkri mold, og
af því saup þjóðin um nær 700 ára skeið.
Bæn
Gef þú mér drottinn, hreint og göfugt hjarta.
Hreinsaðu burtu efans myrkrið svarta.
Gef þú mér kærleik til að elska alla.
Almættis kraftur reistu þá sem falla.
Sigurður Jóhannson.