Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 6
36 Bærinn Mount Carroll, er sveitasetur — County seat — í Carroll county, og telur um 2000 íbúa; bærinn er um tíu mílur frá Missisippi-fljótinu. Söfnuðurinn stendur á gömlum merg og samanstendur af fjölþættum þjóðarbrotum. Kirkja safnaðarins er úr múrsteini og vel vönduð að allri innréttingu, í henni er vandað pípuorgel. Séra Kristinn átti einkar glæsilegan námsferil, hann lauk mjög lofsamlegum prófum, við latínu og prestaskóla Mjög ungur að aldri var hann vígður til prests af séra Jóni Bjarnasyni 26. júní 1904, til Garðar prestakalls í Norður Dakota, eftirmaður séra Friðriks J. Bergmanns. 1 því presta- kalli, en síðar í Víkur söfnuði á Mountain og í þeim hluta bygðarinnar, þjónaði hann í samfleytt tuttugu og eitt ár, eða til ársins 1925, er hann gerðist eftirmaður séra Friðriks Hallgrímssonar í Argyle-bygðar prestakalli. Þar þjónaði hann til ársins 1930, að hann gerðist prestur Hallgríms- safnaðar í Seattle borg, en innti einnig þjónustu af hendi á ýmsum stöðum á Kyrrahafsströnd, bæði á Pt. Roberts, Wash., um hríð í Vancouver B. C., og víðar. Flest árin er hann þjónaði Hallgrímssöfnuði þjónaði hann sem umferða- prestur á prestlausa svæðinu í Kirkjufélagi voru hér eystra, og vann þar mikið og þarft starf, erfitt og ekki við allra hæfi, sökum sífeldra ferðalaga. Hann var kosinn forseti Kirkjufélags vors árið 1923; hann hélt um stjórnvöl þess, með glæsimennsku og prýði þar til á síðastliðnu vori. Sem forseti þess átti hann merki- legan starfsferil. Árið 1929, var hann erindisreki var á Allsherjarþingi Lúterskra manna, sem það ár var haldið í Kaupmannahöfn. Þá heimsótti hann ísland, og fór víða um stærri borgir Evrópu á heimleið. Hin síðari ár hefir hann mætt fyrir vora hönd — ásamt öðrum erindisrekum — á þingum United Lutheran Church in America, og jafnan getið sér, kirkju sinni og þjóðarbroti orðstýr og heiður á þeim mannþingum; því víðfeðmi gáfna hans, glæsimennska skarpur skilningur á rökum hvers máls, samfara fágætum forustuhæfileikum fær aldrei dulist neinum þeim, er hon- um kynnist. — Jafnan er það ærinn vandi að halda um stjórnvöl stofnana eða félagsheilda svo árum eða áratugum skiftir, — á það sér einnig stað um kirkjulegan félagsskap eða kirkjufélög, og ekki síður en aðrar félagsheildir. Öllum réttsýnum mönnum ber saman um það, að séra Kristinn á flesta þá hæfilegleika er slíkann leiðtoga megi prýða.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.