Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 15
45
grafreitnum hvílir faðir þessarar bygðar og stofnandi þessa
safnaðar, séra Páll Þorláksson. Kirkja vor hefir borið merki
ófullkomleikans — á þau er auðvelt að benda — en án
hennar er hætt við að guðræknis tilbeiðslu og þjónustu
þátturinn í anda Krists væri að miklu leyti horfinn úr sögu
og lífi Vestur-íslendinga. Yrði þá snauðara um en margir
ætla. Þar er ávöxtur af sálmum Hallgríms Péturssonar og
kyngikrafti orða Jóns Vídalíns, af eldmóði séra Jóns Stein-
grímssonar, af trúverðugu starfi Kennimanna kirkjunnar,
af íslenzkri heimiliskenslu og bænum íslenzkra mæðra. Vér
fögnum þér sem biskupi íslands, vegna þess dýrmæta arfs
er vér eigum frá íslenzkri kristni.
En vér fögnum þér einnig vegna þess lifandi sambands
er verið hefir milli kirkju íslands og vor frá fyrstu landnáms-
tíð vorri. Þeir eru að vísu fáir kennimennirnir er til vor
hafa komið frá íslandi og hér hafa staðnæmst til lengdar.
Þó ekki séu neitt rýrð áhrif þeirra ýmsra er hér hafa átt
skamma dvöl, þá má að jafnaði búast við að drjúgust verði
áhrif þeirra er brenna brýrnar að baki sér og hverfa ekki
heim aftur. En mikil er skuld vor fyrir annan eins leið-
toga og séra Jón Bjarnason kirkjuföður vorn og fyrir eins
glæsilegan starfsmann og séra Friðrik Hallgrímsson er
varði meir en tuttugu af beztu árum ævi sinnar í þjónustu
kirkjufélags vors. En þegar rætt er um liíandi samband
milli vor og kirkju íslands, má telja fleira en þá kennimenn
er á milli hafa farið til langrar eða skammrar dvalar, skyndi-
ferðir kennimanna og leikmanna að heiman hingað og héðan
heim, hafa haft mikil áhrif og glætt sambandið. Er mér
sérstaklega minnisstæð koma séra Kjartans Helgasonar.
Að mínu áliti voru áhrif hans dýpri menningarlega og
kirkjulega en annara er komið hafa að heiman til stuttrar
dvalar, þó margir hafi verið ágætir. Það var einnig stór
viðburður er Jón biskup Helgason heimsótti Vestur-ls-
lendinga, þó það mætti til ógæfu teljast að hann kom á
vegum nokkurs hluta þeirra en ekki allra. Áhrif annars eins
kirkjuhöfðingja og fræðimanns hlutu þó undir öllum kring-
umstæðum að vera mikil. En framyfir þessar milliferðir, hefir
andlegt samband milli vor og kirkju íslands hvílt á enn
víðtækara grundvelli. Hvorir um sig hafa fylgst með hinum
á ýmsan hátt. Leiðtogar ýmsir og aðrir hafa skrifast á og
rætt sín áhugamál. Eg minnist bréfa frá Þórhalli biskup
Bjarnasyni og öðrum leiðtogum íslenzkrar kirkju til séra