Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 13
43 annars, á annað þúsund barna, sem hann hefir fermt hér í prestakallinu. Það er frá samklið þessara strengja, sem hér hafa þroskast kærleiksríkar hugsanir. Það hefir verið kærleikur frjálsborins manns; engin tunga hefir verið bundin, enginn fótur fjötraður. Vinnan er ekki lögð í það, að berjast við hið illa, heldur að þroska hið góða, vitandi það, að þar sem ljósið er kveikt, hlýtur myrkrið að víkja.” Sigurgeir biskup er hinn áttundi í röðinni þeirra biskupa er haft hafa alt landið að umdæmi. Geir biskup Vídalín, vígður 1802, var hinn fyrsti þeirra. Sigurgeir biskup er sá eini þeirra er var prestur á fjarlægum og afskektum stað frá Reykjavík, áður en til biskups væri kjörinn. Geir biskup Vídalín var prestur í dómkirkjusöfnuðinum í Reykjavík. Steingrímur Jónsson var skólastjóri'á Bessastöðum, síðar um hríð prestur í Odda. Helgi Guðmundsson Thordarson, var dómkirkjuprestur. Pétur Pétursson var um nærri tvo tugi ára íorstöðumaður prestaskólans. Hallgrímur Sveinsson var dómkirkjuprestur. Þórhallur Bjarnason var forstöðumaður prestaskólans, en dr. Jón Helgason, forstöðumaður presta- skólans, en síðar við guðfræðisdeild háskólans, eftir stofn- un hans. Það er því dálítið sérstakt atriði, sögulega skoðað, er séra Sigurgeir var til biskups kjörinn, sýndi það hin miklu ítök er hann átti hjá prestum landsins, því mætir menn úr prestastéttinni, honum eldri í embætti, lærðari og alþjóð kunnari, voru einnig í vali. Kirkjufélag vort þakkar biskupinum komu hans af einlægum hug, þakkar stjórn íslands fyrir að velja hann sem sendiboða góðviljans til íslendinga í Vesturheimi. Bet- ur var ekki unt að velja. Vér vonum og trúum því að áhrifin af bróðurhug hans og kærleika megi lengi með oss lifa; biðjum honum fararheillar og gleðilegrar heimkomu tii ást- vina — og til starfs í þjónustu kirkjunnar, er ól oss sér við brjóst. S. Ólafsson. Minniát Betel í erfðaskrám yðar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.