Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 7
37 Sem alkunnugt er, er hann með stærstu mönnum að vallar- sýn, þannig hefir mér og virst, að hann beri höfuð og herðar yfir fjöldann, í skilningi á vandamálum samtíðar- innar. Ef til vill hefir hann af sumum verið misskilinn vegna þess. Sárt er það að vér höfum nú mist úr vorum fámenna hópi manninn er vér sízt máttum missa. Ekki er það ólíklegt að þeir sem fylgst hafa með undirstraumunum í félagsstarfi voru, hin síðari ár, finna til þess að betra áttum vér ekki skilið. Megi Guð fyrirgefa mistökin öll, í voru kirkjulega starfi. Hugheilar blessunaróskir íslendinga hvarvetna úi bygð- um vorum — innan vébanda Kirkjufélags vors — og utan þess, fylgja séra Kristni á veg inn á hans nýja starfssvið. Þökk fyrir störfin margþættu í þarfir Kirkjufélags vors, og safnaða vorra, þökk svo margar og ógleymanlegar sam- verustundir. Megi blessun drottins hvíla yfir framtíð hans! S. Ólafsson. j Kveðja til íslenzka Nú þegar eg er búinn að taka köllun til prestsþjónustu í öðru kirkjufélagi, finn eg hvöt til þess að senda kveðjuorð til þeirra er eg hefi átt svo langa og góða samvinnu með því að eg var vígður 1904. Eg hafði ekki búist við því að eg mundi nokkurntíma starfa annarsstaðar kirkjulega en á sviði hins íslenzka kirkju- félags. Það var þörfin á kennimönnum meðal fólks vors sem mikinn þátt átti í því að eg gerðist starfsmaður kirkjunnar. Þeirri þörf hefi eg nú reynt að þjóna í hartnær 40 ár. Þrátt fyrir alt, sem á hefir vantað fyrir mér, hefir starfið verið mér mjög unaðsríkt. Þegar eg fyrir ári síðan tók að starfa fyrir Bandaríkjastjórn, var það alls ekki ásetningur minn að hverfa frá prestslegu starfi fyrir fult og alt. Eg vissi að sterkar líkur voru til þess að eg gæti átt kost á að prédika jafnhliða starfinu á skrifstofunni, enda hefir það svo reynst. Einnig var eg ákvðeinn í því að hverfa aftur til fulls að prestslegu starfi síðar, ef tækifæri gæfist er væri mér heppilegt. Við að prédika víðsvegar í borginni Chicago og nágrenninu á liðnu ári, kyntist eg mörgum söfnuðum er Kirkjufélagsins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.