Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 4
34 Fastan Alvörutíminn mikli, fastan, er nú yfirstandandi. Enn a ný kallar kristin kirkja börn sín til þess að yfirvega hina helgu harmsögu allra alda, og minnast hans, er leið og dó, saklaus fyrir seka menn. Margt er nú breytt, frá því sem áður var í föstuhaldi kristinnar kirkju, á það sér einnig stað um mótmælenda kirkjuna. Jafnvel þeir, sem enn mega ekki aldurhnignir teljast, minnast þess hve djúp að alvaran var, hve persónu- leg að sorgin var yfir þjáningum þeim er frelsarinn leið — og hvernig að sérstakur geðblær ríkti á íslenzkum heimilum um föstutímann. Börnin, þótt að ung væru, gátu ekki farið á mis við nokkur áhrif frá alvöru þeirri og tilbeiðslu er þar ríkti. Söngur og lestur Passíusálmanna átti sinn þátt í því að móta gljúpan barnshugan, enda þótt börnin og ung- mennin fyndu til þess, að margt var það í hinu forna orðfæri þeirra, er þau ekki skildu. Alvara hinna eldri gat engum dulist. Hverjum hugsandi kristnum lærisveini blandast ekki hugur um það, að fastan er vel til þess fallin að draga sig í hlé út úr félagslegum önnum og hringrás, til þess að athuga sitt eigið sálarlíf — og ef verða mætti að nálgast meistarann með fullri ákvörðun hugarins til þess að verða betri og helgaðri en fyr. Að vaka, og vera á verði yfir þroska sálar sinnar, til þess er fastan hinn hentugi tími; í Ijósi þeirra minninga sem við hana eru tengdar. Á yfirstandandi hörm- ungartímum bergmálast enn á ný hinn forni beðskapur, og kemur með nýtt gleðiboð til stríðandi líðandi fólks, að styrkur trúarinnar, lyftir yfir þær torfærur er ella myndi brotlegum manni algjört ofurefli. í stríðinu við sorg og dauða ■— í krossgöngu mannlegs lífs, er það helgur aflvaki að hugsa um hann, er gekk veg þjáninganna — og bar sinn kross. Það munu margir reyna einmitt hú, á þessum yfir- standandi tímum. Af umhugsuninni um hann lærum við á ný, hvermg að heilög nálægð hans lytfir yfir torfærur lífsins, léttir byrð- ar, gefur hinum seka manni öryggi og von. í ljósi þeirra þjáninga er hann leið, finnum við hann okkur við hlið 1 sorgum lífs og þjáningum þess.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.