Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.03.1944, Blaðsíða 17
47 að láta ekki bugast hvort sem vel gengur eða illa, heldur halda í horfinu með óbifanlegri trú á Guði og mætti hins góða. í þeirri viðleitni árnum vér þér allra heilla og biðjum Guð að blessa þitt framtíðarstarf til velferðar íslenzkri kristni og þjóð og til eflingar Guðs ríkis á þessari jörð. Áður en eg lýk þessu ávarpi vil eg láta í ljósi það álit að íslenzk ríkisstjórn hefir sýnt frábærann smekk og skilning á þörfum í því að velja þig biskup landsins, til þess hlut- verks að heimsækja Vestur-íslendinga á þessari tíð. Það er í samræmi við það háa mat er nú margir leiðtogar og and- legir forystumenn þjóðanna hafa áunnið sér á þessum öl- lagaþrungnu tímum. Eivind Berggrav biskup í Noregi og samherjar hans hafa áunnið sér heiðursess fyrir hetjudáð og trygð við hugsjónir kristninnar og lýðfrelsisins undir erfiðustu ástæðum. Hinn danski prestur og píslarvottur Kai Munk hefir orðið tákn hins kröftugasta og bezta í dönsku þjóðlífi í yfirstandandi eldraun. Böðlarnir hafa ekki getað þaggað niður áhrif hans, heldur margfaldað þau. Martin Niemöller og Tajohiko Kagawa eru sýnishorn þeirrar kristni er ekkert fær bugað. Þeir eru postullegir menn er vitna um mátt kristninnar úr óvina hópi. William Temple erki- biskup í Kantaraborg er sem upplýst samviska hinnar ensku þjóðar, og Eidem erkibiskup í Svíþjóð uppfyllir það erfiða hlutverk að halda í horfinu á eftir sér frægari fyrir- rennara Soderblom erkibiskupi. Það hefir einnig vakið at- hygli að í þeim erfiðu ástæðum er fylgja hersátri á íslandi — þó ekki verði það borið saman við kjör frændþjóðanna — hefir þú sem leiðtogi kirkjunnar bæði haldið hátt merki kristninnar og þýðingu og um leið áunnið þér virðingu hinna amerísku fyrirliða og herpresta, með samúð og þýðri samvinnu. Þú hefir viljað sýna og sýnt, að þegar á rejmir mest í mannlegu lífi, er kristindómurinn eina úr- lausnin. Vér þökkum komu þína og óskum þér að þú megir verða íslenzku þjóðinni sífelt í fyllra mæli sá forvígismaður er útþýðir henni í hvívetna lífræna merkingu kristindóms- ins í orði og verki. Guð blessi þig og varðveiti á ferðalaginu og heimkominn. Guð blessi íslenzka þjóð og íslenzka kirkju í bráð og lengd.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.