Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 15.03.1962, Blaðsíða 2
f Varðberg heitir ungur félags- skapur, sem kynnir sig sem fé- lag ungra manna. Sérgrein sína telur hann vestræna samvinnu og hlutverk sitt að kynna þá samvinnu meðal fslendinga. Tilgangi sínum ætlar félagið að ná með fundahöldum fyrst — og fremst, og hefur það þegar haldið fimm fundi að minnsta . kosti. Það mun vera sameigin- legt einkenni allra þessara _ funda. að þeir hefjast með framsöguerindum þriggja for- - ustumanna samtakanna frá höf- uðs.töðvum þeirra, sem er sjálf höfuðborg landsins. Að loknu.m þessum framsöguerindum hefj- ast síðan frjálsar umræður og ræðutími þá fljótlega tak- markaður niður í tíu og síð- an fimm mínútur eftir ástæðum. Það hafa birzt tvær greinar- • góðar frásagnir af fundi Varð- ■ bergsmanna í Hafnarfirði, þar : sem lýst er skýrt og skilmerki- lega menningarreisn þeirri, sem íundarboðendur gæddu fundinn. Fundir þessir eru líka svo . merkilegt menningarfyrirbæri og varpa svo skýru Ijósi yfir : vissa þætti menningarástands þessara ára, að það er vissulega . ómaksins vert að gera sér sem fyllsta grein fyrir eðli . þeirra. Það vildi svo tii| að ég var ■ staddur á einum slíkum fundi é Selfossi. Af þeim fundi er að .'.vísu ekki margt að segja fram ’ yfir það, sem lýsingar á Hafnar- fjarðarfundinum bera með sér, og verður hér lítið dvalið við einstök atriði hans. En ég vildi gjarnan koma á framfæri nokkrum frómum hugleiðingum, sem kviknuðu undir ræðum Varðbergsmanna þar og þeirra fvlglfiska og ég hygg að verið einhverjum hjálp til að gera sér enn skýrari grein fyr- if eðli þeirrar menningarþróun- ar, sem oþinberast einna Ijós- ■ légast. í starfi og starfsháttum þeirra Varðbergsmanna. Forustusveit Vairðbergs á fremsta bekk á fundi félagsins í Hafnarfirði. Þar mcinuðu fundarboðendur fundarmönnum að skcra úr um hvort funduninn gerði ályktun um fundarefnið. I gamla daga tók kirkjan upp á því, þegar henni þótti söfn- uðurinn bágrækur til hinna himnesku föðurhúsa, að verja miklum, og stundum mestöllum, hluta ræðu sinnar, til að útlista fyrir mönnum skelfingar helvít- is, og skyldu þær vera sá hund- ur,‘ sem hrekti sálirnar inn í himnaríkissæluna, hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr. Á 19. öld tóku prestarn- ir að leggja þennan sið niður sökum hæpins árangurs, og munu margir hafa tekið undir orð Skúla prófasts Gíslasonar á Breiðabálstað, sem hljóðuðu eitthvað á þessa leið: Enginn skyldi ætla, að nokkur sála hrökklist inn í himnaríki af ótt- f "anum við helvíti. En fyrir alþjóðleg áhrif hafa íslenzkir auðvaldssinnar nú á seinni árum tekið upp þennan afdankaða kenningarmáta mið- aldakirkjunnar, og upprennandi 6pámenn þeirra, sem kenna sig við varðberg, hafa tekið alveg sérstöku ástfóstri við hann. En þar er skemmst frá að segja, enda alþjóð kunnugt iað þegar við byltinguna í Rússlandi fyr-. ir nærri 45 árum tóku auðvalds- ■ sirinar um allan •'héim að inn- rétta eitt meiri háttar helvíti í . einum frjósömustu landshlut- um þessarar jarðar. Við lifum á öld hraðfara þróunar, og helvíti þetta hiefur tekið ákaflegum breytingum frá upphafi sinnar tilvistar. í upphafi var það vettvangur hverskonar morða Gunnar Benediktsson Fyrst urðu þar allir hungur- morða. Svo drápu kommúnistar alla fína menn og presta, stór- bændur og atvinnurekendur. Þá drápu kommúnistar hver annan, og hélt svo áfram um sinn. í afskekktustu heilabúum samtíð- arinnar lifir hún enn trúin á þetta helvíti, þótt við dvínandi heilsu sé. En víðast er þessi helvítisboðun orðin öll önnur en hún var. Hungurmorð heyr- ast vart lengjxr nefnd,. á nafn, og annai’s konar morð hafa einnig liðið undir lok hin síðari ár, nema þá sem draumsjón, þegar einhverjir höfðingjar myrkraheimsins hafa horfið af sviði daglegra umsvifa nokkra daga af völdum kvefs eða ann- arra farkvilla. Þá eru einnig ýmsar vitaðar staðreyndir um hinn fordæmda ‘ hjara heims- byggðarinnar, sem síður emsvo bendir til hörmungaástands, þótt frægustu sælustaðir jarð- lífsiris séu teknir til saman- burðar. Þar hefur ekki þekkzt atvirinuleysi frá fyrstu árunum. Þar er skipulag á ellilaunum og tryggingum hvers konar eitt hið fullkomnasta, sem þekkist um víða veröld. Þar eiga ungir efnismenn greiðari aðgang til mennta en annars staðar á byggðu bóli, og gæti það með miklum sennileik skýrt þá stað- reynd, að á þessum slóðum hafa menn hin síðari ár komizt fram úr öðrum byggjendum jarðar- innar í þýðingarmiklum vís- indagreinum. En helvíti skal það vera, og helvíti það skal boðað sem ógn yfir öllu mannkyni. Og svo eru menn sendir út af örkinni til að halda trúboðssamkomur, þar sem ekkert er boðað nema þessi eini kvalastaður, höfðingi hans og árar, sem ganga ljósum log- um mitt á meðal vor mannanna sem úlfar í sauðagærum eða nyt- samir sakleysingjar. Varðberg- menn eru vígðir til fararinnar, og vakningasamkomur eru boðaðar víðs vegar um land. Fátt getur keimlíkara en Varðbergsfundi og vakninga- samkomur strangtrúaðra sértrú- arflokka, sem hafa nístandi syndavitund og gapandi djúp tortímingarinnar að hyrningar- steinum trúar sinnar,. Ræða þeirra er þurr og sneydd öllum nýjum hugmyndum, hvergi fram dreginn nýr flötur nokk- urs málefnis. öll ræðan er boð- skapur um hið ægilega helvíti í anda hinnar einu sönnu skoð- unar] svó sem hún stendur skrifuð í Morgunblaðinu og öðr- um óskeikulum ritum kapi- taiskrar siðvæðingar... ÞfUk„VQtt- , ar ekki fyrir fagnaðarboðskapn- um Um hið vestræna guðsríki, þar sem hinar endurfæddu sálir lifa í eilífri sameiningu við . brezka landhelgisþjófaj vestur- þýzka nazista og portúgalska blökkumannamorðingja og aðra virðulega fulltrúa þess heims, sem kenndur er við hið sanna frelsi. Fundarefnið er auglýst Vestræn sámvinna, en það er ekki minnzt á reýnslu okkar Islendinga af þeirra samvinnu. Það er látið liggja í þagnargildi, hvern stuðning vestræn sam- vinna hefur veitt ókkur í land- helgismálinU. Það er ekkert' minnzt á bingó og ekki á amer- ríska kynblöndun mannfólksins, sem hvort tveggja hefur flotið í ríkum mæli hingað til lands í kjölfar bandalags okkar við vés.træn herveldi. Það er ekkert minnzt: á allt gjafaféð frá Bandaríkjunum bæði fyrr og síðar, og í umræðum um vest- ræna , sarriyinnu . hefði vel mátt . getg þess, að . án hénnar. væri sennilega ekki hægt að gefa út Alþýðublaðið. Það er heldur ekki tilfært sem rök fyrir vest- rænni samvinnu, að fyrir henn- ar hjálp stendur okkur nú til boða sjónvarp á íslandi, þar sem íslendingar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af útveg- un sjónvarpsefnis, heldur kem- ur það allt fullmallað á andans boi’ð vor, svo sem það er lost- rænast tilreitt handa hermanna- skara í ókunnu iandi. Inntak ræðunnar er aðeins hið eina illa, ógn þess og skelfingar að lenda á valdi þess, ábendingar á útsendara þess og varnaðar- orð gegn fagurgala þeirra. Svo sem vera ber, streyma allir sanntrúaðir héraðsbúar á samkomurnar. Þar hlýða þeir með andakt á prédikun orðsins, og þegar prédikarinn kveður fastast að orði um hina for- dæmdu, svo sem að þeim skuli varpað í myrkrin fyrir utan, þá reka hinir trúuðu upp óp mikil og lemja saman lófunum. Það er þeirra hallelúja. Að lokinni þöfuðprédikun dagsins rísa hinir trúuðu á fætur hver öðrum og vitna um trú sína með miklum fögnuði yfir sinni endurlausn og svellandi reiði í garð hinna glötuðu. Þá snúast þeir einnig til varnar gegn sér- hverjum óguðlegumj sem tekur til máls, og- færa fram nýjar sannanir fyrir hinni einu sönnu trú. Á Selfossi flutti einn höf- uðklerkurinn þá kenningu, að erkióvinurinn hefði gengizt fyr- ir méiri háttar aftökum í Tékkó- slóvakíu árið 1948. Þetta leið- rétti einn hinna óendurfæddu fundarmanna og vitnaði til biblíu hinna trúuðu, sjálft Morgunblaðið, en þar hafði ekki staðið eitt eiriasfa orð tftri- af- tökur í Tékkóslóvakíu á þeirri tíð. Þá reis upp einn sómakenn- ari, sem nýlega hafði sótt um skólastjórn á staðnum og hér- aðsbúar höfðu mælt með, þótt ekki þóknaðist æðri völdum á æðri stöðum að taka tillit til þeirra óska. Nú vildi þessi á- gæti kennari sýna það, að hann væri sanntrúuð sál, og fullyrti, að' víst hefðú aftökur átt sér stað, og spurði, hvort enginn myndi nú Masaryk. Að Vísu hafði enginn fyrr heyrt Masaryk nefndan í sambandi við aftök- ur. En hverju máli skiptir það, þegar er durfædd sál vottar sanna trú sína í heyranda hljóði? Þá reis annar á fætur til að opinbera sitt sanna hjartalag. Sá hélt því mjög á loft, að’hann væri danskmenntaðri en al- mennt gérist. Því að það var einmitt í kóngsins Kaupmanna- höfn og á danskri tungu, sem honum hafði ljóslegast opin- berazt hin takmarkalausa þjónkun kommúnistá um allan heim við sjálfa myrkramaktina í Moskvu. Og sú opinberun fólst í því, að þegar uppreistin í Ungverjalandi var brotin á bak aftur sællar minningar. þá stóðu þvert yfir síðu kommúnista- blaðsins í Kaupmannahöfn þessi félegu orð: jMeddelelse fra Moskva“. „Þetta er á dönsku, eins og þið heyrið“, sagði vitn- ið. „og eins og þið vitið, þá þýðir þetta: „Þráðurinn frá Moskvu“ eða „línan frá Moskvu““. Og áheyrendué sátu eins og dæmdir, því að þessa merkingu orðsins hafði enginn heyrt fyrr. En því dýrlegri var vitnisþiirð.uilna,^ þyí að .hann var staðfesting ,;þess, að svo mikið geta menn lagt á sig fyrir hina einu sönnu trú, að menn skirrast ekki við að gera sig að fíflum á almannafæri. Hvar skal staðar numið við frásagnir af játningum hinna sanntrúuðu á þessum fundi? Enn kom í skriftastólinn einn vinsæll læknir, sem neitaði sér að vísu um að segja nokkra átakanlega vitleysuj en hitt duldist.ekki, að hann mátti vart vatni halda og var reiðubúinn á hverri stundu að úthella tár- Framhald á 11; síðu. ; 2)' — NÝI fÍMINN — Fimmtudagur 15. maty. 1962'

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.