Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 21
- 21 < t djúpri þekkingu og miklum áhuga, hann hefur mjög skemmtilega og tnra- tcc-kni. jú, jú, ég á líka Teddy, viltu koma með mér heim og hlusta. 0g það verður úr. Þetta er myndarlegasta hús, heldur illa hirtur garður, en gluggarnir bera vott um auðlegð, sem auðvelt er að sýna, þó alúðinni við náttúruna á þessum litle bletti sé sleppt. íbúðin er^stór og nokkuð svo glssileg. Flosmjúk og dumb rauð og fagurblá og dökkgrsn teppi þekje gólfin í stofunum.^KÚsgögnin gljá og ljósið leikur í smágerðum glerhlutum og glansandi boldangsvösum. á veggjunum hanga myndir, sem öllum virðulegum borg- urum þykir fínt að eiga. Vafasamar mynd ir eftir Johennes Kjarval, hrópandi litasamstsður Blöndals þola ekki svona litlar fjarlsgðir. Hér hafa verið keypt nöfn eða þá vanabundinn "viðurkenndur" fegurðarsmekkur verið látinn ráða. Það er peningabefur af öllu heila draslinu. - En ég má alls ekki láta eftir mér að hugsa svona hér, nú er ég gestur falleg- rar stúlku, og hvaða máli skiptir það, þótt pabba hennar hafi stigið til höfuðs gróði hinna feitu ára? Brátt hljómar þarna villtur jass. 0g hugurinn fær raunhæfari viöfangsefni að glíma við. Hvað ertu að glápa maður, komdu, heyri ég hana segja innan úr inn- ri stofunni. Þar er stór radíógrammófónn og plötuskápur. á lítið borð hefur hún látið tvö glös og kók og upptekna flösku af amerísku viskýi. Viltu pínulxtið, þú mátt ekki drekka mikið, þá sér pabbi það, og heldur að ég hafi drukkið. Ég vil ekki drekka, ég ætla bara að drekka kók, segir hún um leið og hún hellir svona rétt einum tvöföldum í annað glas- ið. Ég blanda, og þetta er allt prýði- legt. Ég setzt í mjúka hægindastólinn og horfi á hana. Undarleg stúlka, hefur hún lesið einhverja skáldsögu, einhverja spillandi skáldsögu um ástir ogævintýri - hvernig dettur henni þetta í hug, er þetta frjálsrsði eðlilegt? Eru slíkar stúlkur til, eða er hún spillt, en kann svona vel að dylja það. HÚn heldur sýni- lega , að ég hlusti af miklum áhuga, þegar hún sér mig í þessum þönkum. HÚn skiptir um plötur, hlustar og horfir hugfangin út í loftið. Stundum á mig og óg stelst til að brosa, þá brosir hún líka, en hugur hennar er allur hjá negr- unum, sem leggja alla ástríðu sína, allan sinn stóra harm, sína djúpu þra í tcr.listina. Oh, singing tree, Oh, singing rivers of tho soul HÚn hlustar. Ég drekk. Brátt er klukk- an orðin ellefu. Heyrðu,segir hún þá, . eigum við ekki að koma inn til mín og hlusta þar á hann Bjössa R., ég á út- varp, og það er meira gaman að hlusta þar. Ilérna er svo dimmt og kalt. Ég sam- sinni því. En bíddu snöggvast samt. Rétt á eftir kallar hún á mig fram, og ég sé inn í lítið, ljóst herbergi. þegar ég kem inn, stendur hún á miðju gólfi í stórfallegum bleikrauðum nylon- náttslopp, hann er næstum gagnsær, og sæt bleik undirfötin sjást undir honum. Herbergið er allt bleikt, loftið, vegg-.- irnir, rúmið, ábreiður, borð og stólar. Allt nema gólfið, teppið er hvítt og ljósblátt. HÚn er undurfögur í þessu umhverfi. Ég fór úr kjólnum því hann krumpast annars, það er ekkert gaman að hlusta, nema að maður geti legið og látið fara vel um sig, segir hún og lætur barns- legan stút á munninn. Hið barnslega hefur þó harla lítil áhrif á mig, ég er farinn að finna vel á mér og verð að líta í kringum mig til að dreyfa huganum. -L veggjunum eru glansmyndir af jass- negrum og ein af Wooddy Herman. L nátt- borðinu er lítið hvítt útvarp, sem hún hefur kveikt á. Ef til vill er betra að dreyfa huganum við bækur, það er lxtil bókahilla á bleiku dömuskrifborðinu, JÓn,Thoroddsen í skrautbandi, Pollýanna giftist og jónas Hallgrímsson í stóru Eelgafellsbandi, eitthvað floira, en rétt hjá liggur velkt eintak af Listin að kyssa, ofan á Modern Screen og , Screen Romances. Bjössi R. er byrjaður.- Jass, Piltur og stúlka og listin að kyssa og bloik- rautt herbergi, það fer eldur um sðar. Stúlkan hefur lagzt út af á bloikrautt flosmjúkt hægindið, Bleikrautt, Bleik- rautt, bleikrautt einsog Kona eftir Sunnlaug Blöndal. Gömul minning, amerísk

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.