Litli Bergþór - 01.06.1989, Síða 2

Litli Bergþór - 01.06.1989, Síða 2
Litli Bergþór - 2. tbl. 10. árg. júní 1989. Málgagn Ungmennafélags Biskupstungna. Ritstjórn: Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, formaður, (S.J.S.). Drífa Kristjánsdóttir, gjaldkeri, (D.K.). Amór Karlsson, ritari, (A.K.). Stefán Böðvarsson, (S.B.). Þorfinnur Þórarinsson, (Þ.Þ.). Setning: Anna Björg Þorláksdóttir. Umbrot: Stefán Böðvarsson. Myndir: Sigríður J. Sigurfinnsd. (og að láni). Prófarkalestur: Amór Karlsson o. fl. Prentun: Stensill EfnisyfirlitlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIHIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIII Ritstjórnarspjall bls.2 Eins og mér sýnist bls.3 Aðalfundur Umf. Bisk. bls. 4 - 5 Skógrækt bls.5 Tombóla bls.5 Félagsvist bls.6 Hvítárvatn bls. 7 - 9 Nýir íbúar kynntir bls. 10 Ungir pennar bls. 11 íþróttir o.fl. bls. 12-13 Vísnaþáttur bls. 14-16 Búnaðarfélagið bls. 16 Ein með öllu / Vikivaki bls. 17 Vorsmölun bls. 18-19 Sköpun Njálu. bls. 19 Leikskólinn bls. 20 - 21 Bar(a)-veiði-fjárlög bls. 22 Atvinnumál bls. 23 Skálholtsskóli bls. 24 - 25 Kvenfélagið bls. 26 í Ritstjórnarspjall Af / hverju fæ ég aldrei að skrifa ritstjórnarspjallið? Ég er nánast rit- \ heftur hér. x Sumariö ætlar aö láta bíöa eftir sér þetta áriö. Seintgengurveöurguöunumaökoma gróöri af staö hér í uppsveitum Ámessýslu. Þaö leiöir hugann aö afréttinum. Varla fær gróöur aö dafna á hálendinu í meira en tvo til tvo og hálfan mánuö þetta sumariö. Veturinn í Evrópu var hlýr svo hér er mikil aukning á feröamönnum. íshestar fá yf ir 200% aukningu f erðamanna f rá því í fyrra. Auövitaö er þaö gott og blessað, ef horft er til væntanlegs hagn-aöar af ferða- mannaþjónustu landsmanna. En viö þessu verður aö bregöast fljótt því hætt er viö aö hálendisgróöurinn þoli illa þessa miklu um- ferö manna og dýra. Þetta málefni er sérstaklega mikilvægt fyrir okkur Biskups- tungnamenn nú því á næsta sumri verður haldið landsmót hestamanna fyrir norðan og þá mun umferö um Kjöl aukast til muna af íslensku hestafólki, auk erlendra ferða- manna. Ég held að nauðsynlegt sé aö koma upp miklu fleiri geröum eöa giröingum en nú eru til staðar. Best er aö koma þeim fyrir á ógrónu landi. Þama fái feröafólk hey en sé um leiö beöiö aö beita hestum ekki á leiöinni. Nauðsynlegt er að þessar girðingar séu á tveim til þrem stööum á heföbundnum dagleiöum. Síöastliöið sumarfékkst mjög góð reynsla af því að hafa eftirlitsmann á afréttinum. Þaö er augljóslega framtíðin, en ef á að vera hægt að stýra ferðamennskunni áfram verður aöstaöan enn aö batna og þá er ekki ráö nema í tíma sé tekið. Ég hef líka oft velt því fyrir mér hvort ekki megi nota ferða- og gangnamenn til aö snúa vöm í sókn hvaö varöaruppgræöslu afréttarins. Gæti t.d. Landgræðslan ekki látiö hanna poka sem binda megi á hestana og í þeim sé fræ og áburður er henta hálendinu? Nú og svo séu þessir pokar þannig gerðir að úr þeim renni smám saman fræið og áburðurinn t.d. viö hristing frá hestunum. Hugsanlega er svo hægt að skilyrða eöa fara fram á þaö viö feröafólkiö aö þaö kaupi poka þessa og sjái til þess aö koma innihaldi þeirra á jöröina um leið og þaö nýturferöar í fögru landi. Ég held aö svona samstarf Landgræöslu, hrepps og ferðamanna væri mjög jákvætt og ánægjulegt. D.K. Litli-Bergþór 2

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.