Litli Bergþór - 01.06.1989, Side 4

Litli Bergþór - 01.06.1989, Side 4
Frá aðalfundi Ungmennafélagsins. Aðalfundur Ungmennafélagsins var haldinn í Aratungu þann 29. apríl sl. Vel var mætt eða 31. Fundurinn var með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. þegar Kjartan formaður var búinn að setja fundinn, þá var skýrsla stjómar og fundargerð haustfundar. Þá sögðu nefndarformenn frá störfum nefnda. Lagabreytmg var gerð til að lækka mætti aldur félagsmanna og gekk stór hópur af ungum og efnilegum Tungnamönnum í félagið. (Breytingin tekur til 4. gr. en hún er nú svona: “Félagar geta allir orðið, sem eru fyllra sjö ára <áður: tólf ára >. Aðalfundur skal samþykkja inntöku nýrra félaga. Ursögn úrfélagi skal tilkynna formanni, eigi síðar en á aðalfundi. Félagar greiði árstillag til félagsins. Félagar yngri en 16 ára eru ekki gjaldskyldir. Felagar að tólf ára aldri hafa hvorki kosningarétt né kjörgengi.”) Sú breyting var gerð á skipun nefnda að sundnefnd og íþróttanefnd em einungis skipaðar foreldrum en sett var á stofn sérstakt unglingaráð til að tala máli yngri kynslóðarinnar. Ymis málefni vom rædd eins og venja er og stóð fundurinn yfir í 3 tíma og 30 mínútur. Skógræktarfélag eða skógræktamefnd? Sumir vilja að nefndin okkar verði lögð niður og stofnað verði öflugt skógræktarfélag en sýndist sitt hverjum um þau mál. Litlar breytingar urðu á stjóm, þó sagði Þor- steinn Bragason sig úr stjóm og varamenn em allir nýir. Að endingu vil eg taka undir með Amóri Karlssyni er hann svaraði ^agnrýni á útgáfunefnd að menn mættu ekki gleyma að félagsmenn vinna verk sín í sjálfboðavinnu og oft væri þessi vinna töluverð því bæri að líta starf félagsmanna jákvæðum augum og einblína ekki á allt það sem gæti þó verið betra. F.h. U.M.F.B. Ingibjörg Sverrisdóttir. Stjórn U.M.F.Bisk. Sundnefnd: Gústaf Sæland Kjartan Sveinsson formaður Ragnheiður Jónasdóttir Skarphéðinn Pétursson varaformaður Pcrla Smáradóttir Ingibjörg Sverrisdóttir Róbert Róbertsson ritari gjaldkeri Stígur Sæland varamaður. Sigurjón Sæland meðstjómandi UnglingaráS: Linda Guðjónsdóttir varamaður Linda Guðjónsdóttir formaður Magnús Ásbjömsson - Skarphéðinn Pétursson varaformaður Róbert Einar Jensson íþróttanefnd: Guðrún Magnúsdóttir Haukur Bjömsson Björg Ólafsdóttir Jóhanna Róbertsdóttir Páll Skúlason Egill Jónasson formaður Róbert Einar Jensson Eiríkur Sæland Jens P.Jóhannsson varamaður. Fulltrúi í rekstrarnefnd: Kjartan Sveinsson íþróttavallarnefnd: Gunnar Sverrisson Ingibjörg Sverrisdóttir varamaður. Sveinn A. Sæland varamaður. Skógrtektarnefnd: Gylfi Haraldsson Litli-Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.