Litli Bergþór - 01.06.1989, Síða 9
Hvítárvatn - frh.
verður ekki gjört án kostnaðar; og því er hætt við að
svo f ari með þenna bjargræðisveg sem ýmsa fleiri: að
einstakir menn eru trauðir að leggja fram kostnað af
litlum ef num, fyr en reynzlan erfengin fyrir því að þaö
borgisigvel. Það vantar þá að »brjóta ísinn«. Að
vísu gjörði ég, ásamt tveimr öðrum, tilraun til aö veiða
silung í Hvítárvatni ífyrra haust. En hún varð ekki að
fullu marki. Raunar kostuðum við talsverðu til ; en
veiðarfæri okkar reyndust þó ónóg og ekki hentug ;
því varð árangrinn miklu minni en annars mundi hafa
orðið. Sjálfir vorum við enda lítt fallnir til þessa
fyrirtækis;alliróvanirþesskonarveiöiskap,aldrhnignir
og 2 af okkr heilsutæpir; fengum þar að auki óveðr.
Þrátt fyrir alt þetta varð þó afli okkar nægilegr til að
gefa þá hugmynd, aö mjög mikið mætti afla þar með
góðum útbúnaði og hyggilegri aöferð. Samt er ég
hræddr um að lítið verði úr því, að fleiri reyni þetta,
eða að meiru verði til þess kostað, og álít ég það
skaða eigi lítinn. Mér kemr í hug að stinga upp á því,
að styrkur verði veittr af opinberu f é til þess, að koma
gangi á notkun þessa bjargræðisvegs. Þaö fé, sem
til þessagengi, mundi naumast verða, þegarfrá líðr,
talið meðalþessfjár, sem lakastþykirvariö. Mérhefir
fundizt að peningar þeir, sem alþingi veitti til
búnaðarlegra framfara 1881 og sem sýslunefndirnar
hafa skipt milli hreppanna, mættu brúkast í þessari
sveit til að koma veiði á í Hvítárvatni og svo hefir
fleirum fundizt, en sýslufundarmaðr okkar
Biskupstungnamanna segir mér, að sýslufundr
Árnessýslu hafi komizt að þeirri niðrstööu, að brúkun
þeirra peninga til annars eins fyrirtækis og að koma
veiði á við Hvítárvatn væri á móti tilgangi alþingis.
Þessu á ég bágt með að trúa, því ef það lukkaðist aö
koma þar á veiði, gæti það orðið sveitinni mikill hagr.
Það er oflítið gefið sig við að nota þaö, sem landið gef r
af sér, en á meöan þess er ekki gætt, er hætt við að
framförin verði seinfær, því það mun lengi reynast
satt, að hollr er heimafenginn baggi. Hér í sveit eru
tvær stórár, Hvítá og Brúará. í þeim báðum er mikill
silungr og líklega í Tungnafljótinu líka, víst upp að
Vatnsleysu-fossi, og nokkur er hann í því öllu, en
mjög lítiö hefirverið stunduð silungsveiði í þeim öllum
til þessa, sem þó enginn ef i er á að gæti orðið til mesta
gagns. Ég get af eigin reynslu sagt um veiðina í
Brúará. Ég bjó á jörð, sem á land að nefndri á, mín
fyrstu 15 búskaparár, og var veiði mín þar hvert ár svo
hundruðum skipti af vænum silungi; líka veiddi ég þar
öll þau ártil muna af laxi, sem ég er viss um að hefði
mátt vera meira. En síðan fór ég frá nefndri jörö, hefir
enginn stundaö þar veiði, en það er nú orðinn 27 ára
tími. Þetta finst mér talandi dæmi upp á, hvað menn
eru tregir að nota það, sem að miklu gagni gæti orðiö,
ef notað væri. En að sækja langar leiðir lítilfjörlegt
fiskætisruslfyrirafarverð.talarenginnum, þvívaninn
með sínu ofurvaldi gjörir mörgum það girnilegra, en
það sem næst liggr.
Pylsur-ÍS
Sími: 98-68999
Bensín, olíu- og fer&avörur. Matvörur. Grænmeti á góöu veröi
beint úr gróöurhúsinu. Einnig öl, tóbak, sælgæti og ýmislegt
fleira s.s. heybindigarn í mörgum litum.
Videoleiga, lukkumiöar og LOTTO 5/38 .
Opið{
1. júní - 31. áqúst: 10-12 og 13-22 alla daga.
1. sept - 31. maí: 10-12 og 13-18 mánud. - föstud.
11-12 og 13-18 laugard. - sunnud.
Gnefðsfi/kortaþfónusta.
Verib velkomin
Erum ávallt í leiðinni
Litli-Bergþór 9