Litli Bergþór - 01.06.1989, Side 18

Litli Bergþór - 01.06.1989, Side 18
Vorsmölurt eftir Einar Gíslasonfrá Kjarnholtum. Hvítá og Bláfell. Ég ætla nú að rifja upp endurminningar frá vorsmala- mennskum, þegar við urðum að smala alla leið inn að Hvítá til mörkunar og rúnings. Tvisvar var gerð tilraun til að setja upp girðingu milli vatna, að síga í Hvítá norðan við Brattholtsgil og í Tungufljót norðan við Stekkjartúnið, enþaðvarðaldrei samkomulag um girð- ingarstæðið; þeim í Brattholti fannst víst þrengt að sér þar sem þau töldu sig þá eiga land inn að Sandá. Síðarsannaðistaðmörkin voru við Brattholtsgil og Tungusókn ætti landið inn að S andá að Hólamörkum að vestan. Talið er að Bræðratungukirkja hafí til foma átt þetta land og notað til skógarhöggs og jafnvel haft þar í seli. Við fórum venjulega í þessa smalamennsku 15. -20. júní og þá frá þessum bæjum: Kjarnholtum, Gýgjarhóli, Gýgjarhólskoti,Kjóastöðum, Brú og Brattholti. Svo kom stundum nokkurt hjálparlið inn í Fremstaver því þar var mesta fjárragið. Viðhöfðumbyggtþar rétt úr gijóti sem að við urðum oft að reka inn í. Féð var venjulega það margt og réttin lítil að við urðum að reka fátt inn í einu því erfitt var að fá rétt lömb undir æmar þar sem þau voru ómörkuð og ómerkt og var það oft tafsamt. Við fómm venjulega snemma morguns af stað úr byggð og vomm öll samferða inn að Lambafelli. Venjulega fómm við inn úr fyrir austan Bláfell. Við skiptum liði í Lambafelli, nokkuð af mann- skapnum fór upp með Lamba- fellskvíslinni og smalaði öllu að ánni úr Torfunum og þar í grennd. Mérereittatvikminnisstætt. Það mun hafa verið um vor rétt fyrir 1920, ég man ekki ártalið, að við Þorvaldur Guðmundsson, þá vinnumaður á Gýgjarhóli, fómm inn með vatni og komumst þar á miklar fjár-brautir inn úr. Við héldum áfram, langleiðina inn í Jökul-krók, þar sem við náðum í sauða-hóp og höfðum að snúa honum við niður með vatni en ekki var þeim um að láta hefta för sína. Það var reisn yfir þessum hóp, allavega litum og sumum vaninhymdum. Nú vom þeir komnir á rennsli niður með vatni og allt gekk sæmilega en þegar við komum á móts við þar sem við rákum inn yfir á vorin, þar skelltu þeir sér yfir ána og inn yfir. Nú var úr vöndu að ráða, því ekki var viðlit að fara þama yfir vegna sandbleytu á eyrunum. Við riðum því austur á Hólmavað, þetta tafði okkur heilmikið, því við náðum þeim ekkifyrren innundirSvartá.þar sem við komumst fyrir þá, en þeir vom nú ekki á því að sleppa fjallafrelsinu, blessaðir höfðingjamir. Það hafðist þó að snúa þeim við og þeir lögðu s trax mmm í ána og mannskapurinn sem var fyrir framan tók á móti þeim og setti þá suður með á. Þess skd getið að Þorvaldur, sem um getur, var í nokkur ár vinnu-maður á Gýgjarhóli, góður vinnumaður og félagi. Hans sonur er Hafsteinn sjúkra-húsráðsmaður á Selfossi og mikill frammámaður í ung- mennafélags- og æskulýðs- málum. Nú emm við öll saman komin í Hólmunum, sunnan ár og þar var skipt liði og smalað beggjameginviðfjallið. Nokkrir fóm vestan við fjallið, smöluðu Hálsinn og Skálamar, austur í Fremstaver, en aðrir smöluðu austan Bláfells suður í Fremstaver. Þar var rétt sem ég hef áður getið um. Þar var og lítill torfkofi sem við gátum haft farangur okkar í og þar var alltaf heitt á katlinum og á flötinni norðan við kofann var féð passað og tekið af því og rúið í smá- hópum. Það var afar misjafnt hvað það tók langan tíma hjá okkur að gera þessu þama full skil og misjafnt hvað margt fé kom þama saman. Svo var það veðrið sem hafði mikið að segja. Venjulega vomm við þama í sólarhring. Svo dreifðu menn sérásvæðiðaðSandá. Stundum var farið út í Sandvatnshlíð og haldið austur með Sandá þar sem komið var saman og féð rekið í aðhald og því gerð þar skil. Oftar settum við það þó suður fyrir Sandá og lenti það þá í aðrekstri í Hólum. Ef gott var veður stoppuðum við tals vert við Sandá, slógum þá á létta strengi og skemmtum okkur þá við ýmsa leiki og íþróttir, glímdum og fómmhástökkoglangstökk. Mér er eitt atvik minnisstætt. Við vorum við Sandá í miklum breiskjuhita en vorum búnir að vera blautir og illa til reika svo við flettum okkur klæðum og breiddum til þerris. Þá sting ég upp á því að við ríðum á sund í Bleikjuhyl. Það vom flestir til í það en Einar í Brattholti var tregur til en lét tilleiðast. Svo röðuðum við okkur upp og riðum Litli-Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.