Litli Bergþór - 01.06.1989, Qupperneq 19

Litli Bergþór - 01.06.1989, Qupperneq 19
Vorsmölun - frh undan straumi og það fór allvel. Svo segi ég: “Nú röðum við okkur upp og ríðum á móti straumi”. Einar í Brattholti var við hlið mér og hesturinn undir honum sekkurenkemurfljótlega upp og Einar á honum en púar miMð frá sér og segir:”Getur helvítis hesturinn ekki synt?” En svo-leiðis var að hann varaði sig ekki á að taka ekki í tauminn og þarmeðfórhesturinnniður. Þetta fór allt vel en mikið var hlegið. Nú var skipt liði. Einar smalaði niður til Brattholts með einhverri meðhjálp en við niður til Hóla og öllu gerð skil, markað og rúið. Þetta gátu verið skemmtilegar ferðir ef við vorum heppnir með veður. En hið gagnstæða ef við fengum alltaf rok og rigningu eins og stundum kom fyrir. Það tók af gamanið að standa í rúningi úti í svoleiðis veðri. Njála feöruð??? Sigurður Sigurmundsson í Hvítárholti er sístarfandi að ýmsum áhugaverðum hugðarefnum sínum og er lesendum LB að góðu kunnur, Hann tók vel í að segja lítið eitt af væntanlegri bók sinni “Sköpun Njálssögu”. S.B. Höfundar íslendingasagna létu sem kunnugt er ekki nafns síns getið. Allt frá ritun þeirra og fram á þessa öld var ekki spurt um það, hvemig þær hafi til orðið eða hver væri höfundur þeirra, Þær voru álitnar hafa skapast beint af vörum alþýðu, ritari skráð þær sagnir en gat þó ekki talist höfundur verksins. En á síðari tímum hafa menn ekki getað sætt sig við þessar skýringar. Tíminn líður og bókmenntalegar skoðanir breytast sem annað. Nú er farið að líta á ritarann sem höfund eða skapara verksins og sagnfræðin þokar þá um set fyrir skáldverkinu, þótt arfsögnum sé þó engan veginn hafnað. Hér er Njálssaga viðfangsefnið, listaverkið mikla, einn af hátindum heimsbókmennta. Margir hafa verið tilnefndir sem höfundar Njálssögu þótt hér verði ekki upp taldir. í riti þessu er aðeins fjallað um einn þeirra Svínfellinginn Þorvarð Þórarinsson ffá Valþjófsstað í Fljótsdal, “síðasta goðann”, einn voldugasta höfðinga á síðari hluta 13. aldar. Hann taldi Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður höfund Njálssögu. Um það reit hann margar nýstárlegar ritgerðir sem út komu á sínum tíma í bók að nafni “Höfundur Njálu”. Bók sú varð aldrei samræmt rit enda lést Barði fyrir aldur fram. Margir unn- endur þessara fræða væntu þess að einhver yrði til þess að vinna það verk. Ekki bólaði á því og allt var að falla í gleymsku. Þegar svo var komið, eftir áratuga umhugsun, ákvað ég loks að hefjast handa. í ritinu er fyrst rakinn æviferill Þorvarðar Þórarinssonar á sögusviði 13. aldar. Síðan eru ritgerðir Barða vegnar hver og ein, gildi metið og borið saman æviferil höfundarins. Bókin er fyrst og fremst skrifuð til að renna stoðum undir kenningu Barða Guðmundssonar. Það þýðir þó ekki það, að fallist sé á allt í hans kenningu, en öðru er bætt við eins og eðlilegt er þegar einn tekur við af öðrum. Um efni bókarinnar verður ekki sagt meira hér nema geta mætti þess, að fjallað er um eina frægustu setningu sögunnar á annan hátt en áður hefur verið gert. (Ef einhveijir áhugasamir óskuðu eftir áskrift þá er hún fyrir hendi.) Sigurður Sigurmundsson. Litli-Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.