Litli Bergþór - 01.06.1989, Side 20

Litli Bergþór - 01.06.1989, Side 20
LITLIR KASSAR, LITLIR KRAKKAR OG DINGALINGALING... Nú er þriöja starfsári leikskólans lokið og skal hér stiklað á stóru um það sem gert var í vetur. Leikskólinn byrjaði 10. október og starfaði þrjá daga íviku (frá kl. 13-17). Þrír starfsmenn voru fastráðnir við leikskólann í vetur og að auki skiptu foreldrar með sér verkum þannig að starfsmenn voru alltaf fjórir. í haust voru 26 börn frá 16 heimilum skráð í leikskólann og er það aukning frá því í fyrra, en þá voru 18 börn skráð í skólann. Staðsetning leikskólans er því miður ekki góð, en annað húsnæði en Sumarbúðirnar í Skálholti, hefur ekki verið fyrir hendi. Sumarbúðirnar eru langt frá því að vera miðsvæðis í sveitinni og þvíóhentugurstaðurhvaðsamgöngurvarðar. En við höfum ástæðu til að vera bjartsýn um að fá húsnæði í Reykholti í náinni framtíð, en þar er um að ræða aðstöðu í gamlaskólanum. Nokkrirforeldrarfóru áfund hreppsnefndar til að fá svör við því hvernig húsnæðismál leikskólans yrðu best leyst. Á þessum fundi kom fram velvilji hreppsnefndar í garð leikskólans og loforð um að leikskólinn fengi inni í gamla skólanum þegar hann losnar, þ.e.a.s. þegar nýja skólabyggingin verðurtekin í notkun. Litlu jólin voru haldin 15. desember og var þá mikið um dýrðir, mikið sungið, dansað í kringum jólatré og tveir jólasveinar komu í heimsókn. Helga og Fríða "amma". Eftir áramótin tóku veður- guðirnirvöldin ísínarhendur. Mikil ófærð og ótíð hamlaði samgöngumeinsogTungna- mönnum er í fersku minni. Má segja að leikskólastarfið hafi verið mjög óreglulegt og oft fallið niður alveg fram í mars. Þann 8. apríl var farið að sjá leikritið "Dýrin í Hálsaskógi" hjá Leikfélagi Hveragerðis. Farið var í samfloti með barna- skólanum. Heilmikil skemmtunvarhaldinásumar- daginn fyrsta í leikskólanum. Sent var dreifibréf á alla bæi og sveitungum boðið að koma og kynna sér leikskólann og þiggja veitingar. Farin var skrúðganga að leikskólanum þarsem farið var í leiki, skoðuð listaverk eftir börnin, haldin hlutavelta og að sjálfsögðu þegnar veitingar. Síðasti leikskóladagurinn var 11. maí og var hann haldinn aðTorfastöðum. Þarvarfarið í leiki, lömbin skoðuð og krakkarnir fengu að fara á hestbak. Síðan voru pylsur grillaðar en borðaðar inni því að það snjóaði á mann- skapinn. Að lokum fengu krakkarnir að skoða mynd- bandsupptökurafsérsjálfum, en þær myndir hefur Drífa tekið. Allirfóru ánægðirheim eftirvel heppnaðan dag. Um kvöldið tóku foreldrarnir sig til og þrifu Sumarbúðirnar háttoglágt. Einnigvargengið frá dótinu til geymslu. Þar með lauk þriðja leik- skólaárinu. Sigurlaug Sigurmundsdóttir. Litli-Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.