Litli Bergþór - 01.06.1989, Qupperneq 25

Litli Bergþór - 01.06.1989, Qupperneq 25
Starf Skálholtsskóla ... - frh. leikfimi. Samtengt þessum sal verði bókasafn. Þáverðurbyggð lítil starfsmannaíbúð. Allir, sem nálægt rekstri skólans hafa komið, þekkja hversu rekstar- einingin er lítil og hve starfsemi erþröngurstakkurskorin. Þessar viðbyggingar munu tryggja, að hinn ytri rammi verði hagkvæm eining, sem gefur kost á mjög aukinni starfsemi. Þessar viðbyggingar eru forsenda þess að hin nýja skólastefna nái fram að ganga. Ekki felldur niöur - heldur efldur. Steinsteypa og rammi eru ekkert ef hjartsláttinn vantar. Skál- holtsskóla verður breytt mjög. Lýðháskóli verður ekki lagður niðurheldurefldur. Mennspyrja sig, hvað Skálholtsskóli sé og hafa horft mjög á rekstur heimavistardeildar. Lýðháskóli er ekki heimavistardeild heldur hugsjónarstarf, mannrækt í anda þeirra tveggja þátta, sem fram koma í markmiðsgrein skólans: "Að starfa í anda kristinnar kirkju og þjóðlegrar menningar- arfleifðar okkar Islendinga”. Þó nú verði gerðar miklar breytingar á starfsemi skólans, hefur enginn hug á að yfirgefa lýðháskólastarf heldur laga starfssemina að nútímaþörfum, bæði hvað varðar inntak og starfshætti. Fjallað verður um hagnýt efni annars vegar og hins vegar verða í stað vetrarlangs námskeiðs haldin stutt námskeið, frá 2 dögum og allt að einum og hálfum mánuði (tímalengd námskeiðanna hefur ekki verið endanlega ákveðin). Ef aðstæður breytast og þegar húsnæði skólans er orðið meira, er engan veginn útilokað að heimavistardeild verði stofnsett að nýju. Er rætt m.a. um lýð- háskólanám í 5 Norðurlöndum og verði Skálholtsskóli einn skólanna, sem tæki þátt í þessari áætlun. Arfur íslendinga - samtíð og trú. Segja má, að starfsemi skólans frá hausti 1989-90 verði þrenns konar. I fyrsta lagi verður fj allað um íslenskan menningararf og tungu. Fjallað verður um átrúnað, bókmenntir, þjóðhætti og siði, listir o.fl. Þá verður efnt til námskeiða fyrir útlendinga um arf okkar. Skólinn verður að nokkru leyti gluggi útlendra manna til íslensks þjóðararfs, sem er næsta eðlilegt vegna sögu Skálholtsstaðar. I öðm lagi verða á dagskrá ýmis samtíðamál. Efnt verður til námskeiða um deiglumál sam- tíðar, hvert íslensk menning stefnir og ætti að stefna. Þá verður reynt, að þjónusta nærsveitunga og Sunnlendinga eftirmegni. Haldiðverðuráfram kvöldfræðslu. Gengið verður til samstarfs við Farskóla Suður- lands. Þá hefur skólanefnd fagnað áformum um stofnun Lista- og menningarsamtaka Suðurlands, sem Hjörtur Þórar- inson hefur barist fyrir að yrðu stofnuð og ættu samastað í Skálholti. Mun skólinn reyna að veita þessari hugmynd brautargengi. Þáerljóstaðfjöldi námskeiða um átakaskeið ævinnar verða á dagskrá. Hjónanámskeið skólans hafa gefið góða raun. Áform eru um, að halda námskeið, sem nýst gætu fólki, sem er að glíma við nýjar aðstæður og ný hlutverk. Reynt verður að spanna lífsskeiðið allt, frá þrítugsaldri allt til elli. I þriðja lagi verður efnt til kirkjulegra samfunda. Komið hefur í ljós, að þörf er fyrir Kyrrðardaga. í haust mun verða haldið námskeið fyrir verðandi leiðtoga á Kyrrðardögum og síðan verða Kyrrðardagar haldnir reglulega. I annan stað mun skólinn efna til námskeiða fyrir starfsmenn safnaða, s.s. sóknar- nefndarmenn. Þá verða haldin námskeið fyrir leikmenn um ýmis efni, fyrir presta og aðra þá sem sinnatrúfræðslu, t.d. fóstrur, kennara o.fl. Ráðstefnur, s.s. akademíur verða ennfremur á dagskrá. Framtíö og samvinna. Starfsemi skólans hefur ekki verið rekin í vetur með blæstri og látum. En gróðrartíminn er hafinn. Eins og fræið fellur í myrkan svörðinn, spírar í kyrrð og myrkri hefur uppby gging farið fram með kyrrð. Nú er komið að sprettutíð Skálholtsskóla. Skólinn tekur stakkaskiptum á árinu bæði hið ytra sem og hið innra. Égvonasttil, aðkalblettir verði engir og starf hans verði okkur öllum til blessunar. Skólinn er líka vettvangur fyrir þig, sem þessi orð lest. Þú mátt vita, að hann er opin stofnun. Reynt er að koma til móts við óskir heimamanna. Raunar þarfnast hann þess, að hér í héraði sé hópur fólks, sem tekur þátt í starfi hans og slær vörð um hann. Verður í þessu sambandi að minna á mikið og fómfúst starf Arnórs Karlssonar frá upphafi Skálholtsskóla. Breyting á starfi skólans gerir það mögulegt, að þjónusta heimamenn betur en áður. En slfk þjónusta verður þá fyrst marksækin, ef heimamenn sýna frumkvæði og leita eftir þjónustu. Með þökk fyrir umhyggju, fyrirspumir og störf margra heimamanna síðastliðið ár. Bestu kveðjur, SigurðurÁrni Þórðarson. Litli-Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.