Litli Bergþór - 01.06.1989, Page 26

Litli Bergþór - 01.06.1989, Page 26
Frá Kvenfélaginu. „... að verafrekar en að sýnast.“ Hinn 15 apríl s.l. hélt Kvenfélag Biskupstungna upp á 60 ára afmæli sitt með hátíðarfundi að Hótel Geysi. Alls mættu 46 félagskonur í afmælishófið og gekkst félagið fyrir rútuferð á fundinn. Nýkjörinn formaður, Elinborg Sigurðardóttir, setti samkomuna og bauð félagskonur velkomnarmeðlitluvorljóði. Þá minntisthún stofnunarfélagsins og einkunnarorða þess, að vera frekar en að sýnast. Hún sagði félagið standa í þakkarskuld við margar konur, sem hefðu lagt á sig mörg störf í þágu félagsins í áraraðir. Við skyldum minnast þeirra allra með þakkarhug og muna að við hefðum tekið við arfi frá þeim sem á undan væru gengnar. Þá gat hún þess að það væri von hennar og trú að þessi arfur mætti varðveitast og eflast, áður en við skiluðum honum til komandi kynslóða. Við nutum góðs kvöldverðar og fram fór útnefning heiðursfélaga. Alls voru 7 konur gerðar að heiðurs- félögum. Þessum konum voru þökkuð velunnin störf í þágu félagsins í áraraðir með blómvendi og heiðursskjali. Við óskum þeim allrar blessunar og vonumst til að njóta samfylgdar þeirra um langa framtíð. Þá las formaður upp bréf sem borist hafði, sem svar við auglýsingu félagsins um land til skógræktar. Það var frá hjón- unum á Spóastöðum Áslaugu og Þorfinni um ca. 1 ha.landsspildu og var samþykkt einróma, að þiggja boð þetta að afloknum samningum um landssvæðið. Gaman væri að geta hafist handa nú í vor og plantað út tijám á afmælisárinu, alla vega skip- uðum við skógræktarnefnd og hana skipa: Elsa í Asparlundi formaður, Karítas í Heiðmörk, Kristín í Víðigerði og Renata í Brekkugerði. Áfram leið kvöldið og skemmtum við okkur við leik, söng og gamanmál ýmiskonar undir öruggri veislustjórn Guðrúnar Guðmundsdóttur í Hlíðartúni. Heim héldu kvenfélagskonur kl 01, í farteskinu höfðu þær nýgerðan fána Kvenfélagsins, málshætti, blóm og vonandi góðar minningar um afmælishátíðina. Að afloknum vetrarhörkunum hófst mikil fundarhrina hjá hinum ýmsu félögum og þá um leið kaffisala félagsins. Kallar það á bakstur og vinnu félags- kvenna undir skipulagningu ný- skipaðrar veitingakonu Maríu Þórarinsdóttur í Fellskoti og nefndarkvenna hennar. Veitingasalan er ein af fjár- öflunum Kvenfélagsins. Einnig starfar fjáröflunamefnd, skipuð 6 konum og veitir Jónína Jónsdóttir á Lindarbrekku henni forstöðuþettaárið. Tungnamenn og aðrir fóru ekki varhluta af fyrstu störfum nefndarinnar, er þær upphófu blómasölu eina mikla laugardaginn 13. maí s.l. og seldu afskorin blóm í tilefni mæðradagsoghvítasunnu. Hér með eru þakkaðar góðar móttökur og undirtektir allar. Hafa þær nefndarkonur ýmiskonar önnur fjáröflunar- áform á pijónunum, sem líta munu dagsins ljós síðar. Föstudagskvöldið 5. maí s.l. var kvenfélagskonum ásamt mökum boðið í heimsókn til Kvenfélags Skeiðahrepps. Þangað fóru um 50 manns og nutu gestrisni, góðrar skemmtunar og dansað varíBrautarholti áSkeiðumlangt fram eftir kvöldi, meðan vorrigningin lamdi allt utan- dyra. Síðasta samkoma eldri sveit- unga á þessum vetri var haldin fimmtudaginn 18.maís.l. ívetur gekk heldur erfiðlega að halda uppi þessu starfi, sakir ófærðar og ótíðar, en “það gengur bara beturnæst”. Áformað var aðhafa samkomur einu sinni í mánuði, það tókst nú ekki, en á þeim samkomum sem voru, sáu kven- félagskonur um veitingar á meðan eldra fólkið skemmti sér með góðum gestum við spil, myndasýningar o.fl. Á sumar- daginn fyrsta var eldra fólkinu úr Hrunamannahrepp boðið á samkomu í Aratungu af eldri sveitungum og Kvenfélaginu. Þar var glatt á hjalla. V orfundur Kvenfélagsins verður íbyrjunjúní, fundarstaðurhefur enn ekki verið ákveðinn, en stefnt er á að hafa fundinn með svipuðu sniði og s.l. vor, sem að gafst mjög vel. Fundurinn verður auglýstur nánar þegar þar að kemur og á honum verða kynnt ýmiss mál sem eru á döfinni. Eflum félagsstarfið og vekjum starfsandann félaginu okkur í hag,” því hvað má höndin ein og ein ef allir standa ei saman?“ Elínborg og Áslaug. Litli-Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.