Litli Bergþór - 01.12.1990, Síða 20

Litli Bergþór - 01.12.1990, Síða 20
Umhverfis jörðina ... (3. þáttur.) Lítil ferðasaga í nokkrum þáttum eftir Geirþrúði Sighvatsdóttur á Miðhúsum. INDLAND. í síðastablaði var ég, ásamt Kanadamanninum Marc, að yfirgefa Nepal á leið til Varanasi (Benares) í Indlandi. Það var um 20 tíma ferð í rútum, og ekki allt á eðalvegum. Yfír eina ána þurfti að feija mannskap og rútu, og var rútunni róið á sérpramma á eftir ferjunni. Kátlegt á að horfa. - Geirþrúöur. Næstu 2 mánuði ferðuðumst við um Indland, og sáum þó ekki nema brot af landi eða þjóð. Indland er svo stórt og margbrey tilegt, bæði hvað varðar náttúrufegurð og fólk, að mörg ár þyrfti til að upplifa allar hliðar þess. - Það sem okkur fannst einkenna Indland mest eftir þessi stuttu kynni, var mannmergðin. Hún hefur gert marga Indveija að hinum verstu einstaklingshyggju- mönnum, hver og einn berst fyrir sig, og hikar ekki við að troða á náunganum, ef það bara getur lyfthonum sjálfum spönn upp úr“svaðinu”. Betl og prang eru þjóðaríþróttir, sem taka oft á taugar ferðamanna og spillir fyrir samskiptum við þá innfæddu. Hin margvíslegu trúarbrögð setja einnig svip sinn á mannlífið. Hindúar eru lang flestir, en múslimir, kristnir, sikhar, búddistar o.fl. eru einnig margir. Okkur fannst stundum ótrúlegt hvemig Indveijar gátu samræmtþaðað vera svonatrúaðir, og haga sér svo jafn ómerkilega og raun bar vitni - að okkar mati! - En Indverjar eru svo gjörólíkir okkur í hugsunarhætti og menning þeirra svo frábrugðin, að það kostar okkur ferðamenn oft mikil átök að setja okkur í þeirra spor og viðurkenna þeirra ffamkomu. Og oft þurfti maður að rifja upp þá góðu reglu, að “í Róm hagar maður sér eins og Rómverji”! En við vorum komin til Varanasi, “borgar bænarinnar”, sem stendur við fljótið Ganges og er ein heilagasta borg Indlands. í þúsundir ára hafa hindú-pílagrímar komið hingað til að baða sig í heilögu vatni Ganges, og aldraðir og dauðvona hindúar flykkjast til borgarinnar til að fá að deyja þar og láta brenna sig á bökkum árinnar. Oskunniersíðansáldraðíána. Meðfram endilöngum árbakkanum liggja tröppur (gath) niður að ánni, sem alltaf eru þaktar baðandi fólki, og allan daginn leggur bláa mekki upp frá líkbrennslu”göthunum”. Yfirþessugnæfahofin, stór og smá. Mest er um að vera á fullu tungli, og þannig stóð einmitt á þegar við komum þama. Til að ná stemmingunni sem best, leigðum við okkur lítinn fornfálegan húsbát við árbakkann og bjuggum þar þá 10 daga, sem við dvöldum í Varanasi. Það var sérstök lífsreynsla. Við vöknuðum á hverjum morgni við “tónan” múslimanna, sem hljóðvarpað er úr moskunum nokkrum sinnum á dag. Og af bátsdekkinu gátum við fylgst með baðfólkinu og indverskum börnum, sem teymdu kýr fjölskyldunnar úr bakgörðunum niður á tröppumar við ána. Ekki bara til að brynna þeim, heldur aðallega til að láta þær skíta næturfóðrinu á stað, þar sem auðvelt var að safna saman kúadellunum, og þurrka þær á veggjunum mót sól. Sólþurrkaðar kúadellur er verðmætur eldiviður í þessu fátæka landi. - Við létum okkur hafa það að baða okkur í ánni, þó vatnið væri meira mengað en heilagt í okkar augum. Enda áin eina baðaðstaða okkar á bátnum. Þeir innfæddu, sem baða sig á bökkum árinnar, kæra sig kollótta, þó að skolpleiðsla liggi út í ána við hliðina á þeim. Vatnið erjújafn heilagt fyrirþví. En við fengum hinsvegar lánaðan lítinn árabát, og rémm út á miðja á, þar sem vatnið leit út fyrir að vera aðeins hreinna og við höfðum næði. Hvort sem það var þessi baðferð eða annað sem olli, þá kvefaðist ég stuttu seinna og og fékk heiftarlega í ennisholurnar. Lyfjakassinn bjargaði mér þó aftur og eftir það kenndi ég mér ekki meins það sem eftir var ferðarinnar, fyrr en gamla kvefið fór að hijá mig aftur hér á Fróni. Frá Varanasi. Fólk viö þvotta og bööun á tröppunum niöur aö Ganges fljótinu helga. Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.