Litli Bergþór - 01.06.1991, Síða 7
Afhending myndlistaverks - málverkasýning
Gísli Sigurðsson frá Úthlíð hefur á undanförnum
mánuðum unnið að listaverki fyrir Reykholtsskóla,
sem nú hefur verið sett upp árennihurðimar í skólanum.
Myndverkið, sem fjallar um trú og hjátrú í íslenskri
myndlist fyrri alda, var formlega afhent skólanum við
hátíðlega athöfn þ. 16. júní s.l. Gísli sagði þar m.a. frá
tilurð verksins og útskýrði myndefnið.
Listskreytingasjóður ríkisins borgar kr. 650 þús. í
verkinu, en skólinn borgar uppsetningu, kr. 250 þús.
Það sem á vantar gefur listamaðurinn.
I tengslum við afhendinguna sýndi Gísli nokkur
fleiri málverk í húsnæði skólans. Sýningin var opin
16. og 17. júní og var liður í M-hátíð á Suðurlandi
1991. G.S.
Listamaðurinn við verkið.
Inn til fjalla.
Nú eru fáanleg öll þrjú bindin af riti því er ber nafn fyrirsagnarinnar hér að ofan. Eftirfarandi pistill
var settur í fyrsta bindi og segir hann allt sem segja þarf. A.K.
Formáli Ijósprentunar.
A árunum 1949 til 1966 gaf Félag Biskupstungnamanna í Reykjavík út þrjú bindi af ritinu Inn til fjalla.
I þessum bókum erritstjóra eða umsjónarmanns hvergi getið. Undir formála tveggja hinna fyrri stendur
“Ritnefndin”, en í hinu þriðja er undir formálsorðum stafirnirG.Þ. Flestir sem lásu þetta fyrst eftir að
bókin kom út munu hafa vitað að þetta var fangamark Guðríðar Þórarinsdóttur og einnig að hún ritstýrði
ogsáaðmestuumútgáfuáöllumþremurbindunum. Nafnhennarkemurraunaroftfyriríþessumbókum
því hún skrifaði mikinn hluta af greinunum í þeim.
Guðríður var fædd á Drumboddsstöðum hér í sveit 5. september 1888 og ólst hún þar upp. Hún varð
gagnfræðingur frá Flensborg og aflaði sér menntunar á ýmsan hátt, svo sem á námskeiðum og þó líklega
mest með bóklestri. Hún var meðal stofnenda Ungmennafélags Biskupstungna 1908, en í því starfaði
hún mikið áfyrstu áratugum þess. Húnkenndi börnum, aðstoðaði við að koma upp heimilisskrúðgörðum
og leiðbeindi við ræktun matjurta og vefnað.
Guðríður stóð fyrirbúi hjá Þorsteini tvíburabróður sínum á Drumboddsstöðum frá 1913 til 1933. Síðar
fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar við barnakennslu og sauma. Oft hjálpaði hún til á heimilum
kunningja sinna hér fyrir austan, þegar þörf var á. Hún dó 31. október 1971
I skrifum Guðríðar má glöggt greina helstu einkenni hennar, ást á sveitinni sinni, greind og
mannkærleika. Hún hefur haft mjög gott vald á máli og stíl og næmt auga fyrir því, sem hefur
menningargildi og er skemmtilegt. Jafnan var grunnt á kímnina hjá henni, og hún var hvers manns
hugljúfi.
Þegar félag Biskupstungnamanna í Reykjavík hætti starfi árið 1981 voru Biskupstungnahreppi
afhentareignir þess. Meðalþeirra voru allmörgeintökaf II. ogIII. bindi af Inn til fjalla. Þar semI. bindið
var ófáanlegt var ákveðið að ráðast í að ljósprenta það. Verður því nú unnt að bjóða öll þrjú bindin til
sölu. Því sem inn kann að koma umfram kostnað verður varið íþágu menningarmála í Biskupstungum.
Ef til vill gerir það mögulegt að halda áfram útgáfustarfi í anda Guðríðar Þórarinsdóttur.
Biskupstungum í mars 1991.
Arnór Karlsson.
Þorfinnur Þórarinsson.
Litli - Bergþór 7