Litli Bergþór - 01.04.1996, Síða 6

Litli Bergþór - 01.04.1996, Síða 6
Hreppsnefndarfréttir Hreppsráðsfundur 7. nóvember 1995. Kauptilboð í hlöðu, hesthús og fjárhús á Drumboddsstöðum I. Seljendur: Svavar Á. Sveinsson og Laufey Eiríksdóttir. Kaupendur: Björn Gíslason og Vilborg Hannesdóttir, Háagerði 41. Samþykkt að leggja til við hreppsnefnd að hreppurinn neyti ekki forkaupsréttar. Svavar sat hjá við afgreiðslu. Fundargerð fundar hjá byggingafulltrúa frá 24. október 1995 lögð fram en hann sátu fulltrúar allra hreppanna ásamt skipulagsstjóra ríkisins. Skýrsla Tónlistarskóla Árnessýslu vegna vettvangsferðar skólans, m.a. í Reykholt, lögð fram. Tillaga kom fram um að kaupa hlut tónlistarskólans í rafmagnspíanói sem er í skólanum v/flutnings tónlistarskólans í húsnæði Aratungu. Keypt verði 75% af píanóinu en fyrri eign skólans var 25%. Kaupverð kr. 141.570,-. Bréf frá Byggðastofnun frá 20. október og uppgjör mála vegna Yleiningar kynnt. Hreppurinn fær styrk kr. 957.000,- frá Byggðastofnun vegna atvinnumála. Greidd var upp ábyrgð sem féll á hreppinn vegna Yleiningar að upphæð kr. 6.334.283,-. Tekið var lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 7.105.725,- til 15 ára. Vextir 4,8%. Lagt fram bréf Brunos Hjaltested frá 26. okt. s.l. þar sem hann samþykkir friðun Reykholts f.h. umbjóðanda síns. Bréf frá „Dagsbrún" dags. 16.10.1995 varðandi samþykki þeirra á uppsetningu og viðhaldi girðingar að Reykholti lagt fram og staðfest. Bréf Haraldar Friðrikssonar frá 16. okt., þar sem hann býður þjónustu sína til upptöku og skráningar á myndefni og heimildum um mannlíf, byggðarlög og sveitir á íslandi, lagt fram. Bréf SASS frá 12. okt. um tekjujöfnunarframlag v/1995. Biskupstungnahreppur fær kr. 5.487.720,-. Bréf Sigurðar Sigurðssonar dýralæknis dags. 9.10. þar sem hann beinir því til hreppsn. að beita sér fyrir samþykki um bann á heimtöku fjár úr réttum og af bæjum í Hrunamannahreppi, og að samþykkt sé að fé sem kemur þar fyrir megi flytja beint til sláturhúss. Erindinu vísað til fjallskilanefndar til umsagnar. Fyrirhugað er að endurskoða í vetur fjallskilareglugerðir fyrir Árnessýslu. Fram eru komnar hugmyndir um breytingar á fjallskiladögum m.a. að Tungnaréttir verði á laugardegi. Hugmyndunum vísað til umfjöllunar í fjallskilanefnd. Bréf Ara og Ragnars sálfræðinga fræðsluskrifstofu varðandi yfirfærslu sálfræði- og ráðgjafarþjónustu grunnskólanna til sveitarfélaganna, lagt fram. Ársskýrsla Biskupstungnahrepps v/ársins 1994 kynnt, en hún hefur verið send á öll heimili í sveitinni. Hreppsnefndarfundur haldinn í Aratungu 16. nóvember 1995. Páll M. Skúlason sagði frá ráðstefnu um skólaskrifstofu Suðurlands og flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga sem haldinn var á Hellu 21. okt. Málið var rætt en ákvörðun frestað til fundar þann 7. 12. 1995. Ferðamálafulltrúar Ásborg og Jón K.B. komu á fundinn og lögðu fram yfirlit yfir auglýsingakostnað vegna ferðaþjónustu fyrir 1995. Rætt var um auglýsingar fyrir næsta ár m.t.t. hámarks nýtingu fjármagns. Lagt fram bréf frá Ólafi Dýrmundssyni og Ágústi Sigurðssyni um fjallferðir, réttir og ferðaþjónustu. Málinu vísað til fjallskilanefndar og ferðamálafulltrúa. Bréf og erindi Samb. ísl. sveitarfélaga 13. nóv. lagt fram. Samþykkt að oddviti undirriti umboð til launanefndar sveitarfélaga til gerðar kjarasamnings við Kennarasamband ísl. og H.Í.K. Samþykkt að hreppsnefnd veiti Flateyrarhreppi fjárhagsaðstoð kr. 40.000,-. Slysavarnadeild Biskupstungna hefur óskað eftir því að fá sæluhúsið við Fremstaver til umráða í vetur. Húsið verði læst en forstofa opin. Hreppsnefnd samþykkir, enda verði fyllsta öryggis gætt og húsið nýtist sem neyðarskýli. Hreppsnefndarfundur haldinn í Aratungu 30. nóvember 1995. Tillaga að stofnsamningi Skólaskrifstofu Suðurlands. Lagt fram bréf frá SASS dags. 17. nóvember 1995 þar sem boðað er til aukafundar SASS 7. 12. 1995. Meðfylgjandi er tillaga að stofnsamningi Skólaskrifstofu Suðurlands. Óskað er eftir því að sveitarfélög tilkynni fyrir 1. desember 1995 ef þau ætla ekki að taka þátt í skólaskrifstofu, einnig ef veigamiklar athugasemdir eru gerðar. Ef svo er ekki verði fulltrúa sveitarfélagsins falið að undirrita samninginn á fundinum. Fulltrúar eru tilnefndir á fundinn. Eftirfarandi breytingartillaga var samþykkt: 6. grein hljóði svo: Stjórn skólaskrifstofu ræður faglegan stjórnanda skrifstofunnar úr hópi sérfræðinga hennar. Hann skal sinna viðskiptavinum skrifstofunnar á sínu sérfræðisviði, en auk þess bera faglega ábyrgð á starfi hennar og leiða starf hóps starfsmanna hennar, sem sinnir ráðgjöf við skólastjórnendur og sveitarsjórnir. Hann skal ennfremur sinna faglegri áætlanagerð í samráði við stjórn skrifstofunnar og framkvæmdastjóra SASS. Önnur mál. Gísli og Sveinn ræddu um ferðamál og starf Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.