Litli Bergþór - 01.04.1996, Page 7
Hreppsnefndarfréttir
ferðamálafulltrúa. Samþykkt að ráða Ásborgu
Arnþórsdóttur sem ferðamálafulltrúa og leggja til
þess hálf árslaun frá áramótum.
Hreppsráðsfundur 5. desember 1995.
Mætt: Gísli Einarsson, Drífa Kristjánsdóttir og
Guðmundur Ingólfsson en hann tekur sæti í
hreppsráði til eins árs.
Bréf frá Samb. ísl. sveitarfélaga frá 15.
nóvember 1995 þar sem kynnt er samþykkt stjórnar
um að skipa þriggja manna vinnuhóp til að taka á
vanda unglinga vegna fíkniefnanotkunar. Samþykkt
var að kynna bréfið í félagsmálanefnd og hjá
Ungmennafélaginu.
Bréf frá Skipulagi ríkisins dags. 23. nóv. um
samþykki þeirra að taka þátt í kostnaði við
endurskoðun aðalskipulags Reykholts, lagt fram.
Bréf frá Landgræðslu ríkisins dags. 22.
nóvember um niðurstöðu könnunar á
hrossahögum í hreppnum kynnt. Landgræðslan
telur að á 13 jörðum sé um beitarvandamál að
ræða.
Fundargerð stjórnarfundar SASS frá 15.
nóvember en þar voru lögð fram drög að samningi
um rekstur skólaskrifstofu.
Bréf frá Grími Jónssyni og Guðmundi B.
Sigurðssyni þar sem þeir kynna þjónustu sína til
framkvæmda á fráveitum. Þeir hafa annast slíka
framkvæmd í Ölfushreppi s.l. sumar. Með bréfinu
fyglja teikningar og umsögn Ölfushrepps vegna
þessa.
Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
frá 30. nóvember 1995, þar sem minnt er á að
ákvörðun sveitarstjórna um útsvarsprósentu þarf að
vera tekin fyrir 1. desember 1995 v/tekna 1996.
Álagning útsvars er nú 9,2% og hreppsráð leggur til
að hún haldist óbreytt áfram.
Lagt fram til kynningar riftunarsamningur
vegna Stalla, frá 21. nóvember 1995 og er því
Björn Bj. Jónsson löglegur eigandi ylræktarbýlisins
Stalla.
Lagt fram bréf frá Fasteignamati ríkisins dags.
1. desember 1995. Fram kemur að heildar-
gjaldstofn hefur hækkað um 3,4% milli ára og er nú
kr. 3.331.062 þús. fyrir Biskupstungnahrepp. Nú
hefur verið endumetið 97,24% af öllum mannvirkjum
í Biskupstungnahreppi.
Bréf dags. 28. nóv. 1995 frá Magnúsi Má
Magnússyni þar sem hann kynnir verkefnið „Ungt
fólk í Evrópu" og biður einnig um aðila sem getur
verið „tengill" fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþ. að
senda formanni U.M.F.B. bréfið.
Hreppsnefndarfundur 14. desember 1995.
Gengið var frá bréfi til Vegagerðar og þingmanna
Suðurlands um að hvergi verði hvikað frá
vegaáætlun varðandi vegi í Biskupstungum. Bréfið
var undirritað af hreppsnefndarmönnum.
Lagt fram fundarboð um aukafund
Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands í Vík 15.
desember 1995 kl. 13.00 ásamt dagskrá og tillögu
stjórnar um að framlög til Atvinnuþróunarsjóðs verði
óbreytt fyrir næsta ár. Hreppsnefnd samþykkir
tillögu stjórnar.
Bréf Skipulags ríkisins frá 7. des. 1995 þar sem
heimiluð er auglýsing á deiliskipulagi Skálholts-
staðar.
Bréf til hluthafa í Yleiningu h.f. dags. 6.12.
1995 þar sem þeim er boðinn forkaupsréttur að
auknu hlutafé í félaginu. Hreppsnefnd þiggur það
ekki, umfram það sem þegar er frá gegnið.
Kjörinn var í stjórn Hitaveitu Reykholts
Þórarinn Þorfinnsson.
Samþykkt að beina því til Umhverfisnefndar að
hún beiti sér fyrir fræðslu um meðferð og förgun
sorps.
Hreppsráðsfundur 9. janúar 1996.
Bréf frá Alnæmissamtökunum frá 1. des. 1995
þar sem þau fara fram á fjárhagsstuðning. Lagt til
að vísa afgreiðslu bréfsins til fjárhagsáætlunar-
gerðar.
Bréf Gylfa Haraldssonar frá 28. des. 1995 þar
sem hann fer fram á að fá ^_____________
land til hrossabeitar úr^^ ""
landi Laugaráss. f Passið að Gylfi ojbeiti ekki
Gerður hefur verið l Laugarás!
leigusamningur við ^—
Benedikt Skúlason þar -------------Kfi
sem hann fær allan beitarrétt á landi
Laugaráss, sem ekki hefur verið leigður út
með lóðarsamningum eða verður leigður á
samningstímanum. Benedikt er heimilt að
endurleigja beitarrétt sinn og skulu íbúar í
Laugarási hafa forgang til hestabeitar gegn
sanngjarnri greiðslu, skv. taxta
Bændasamtakanna. Oddvita falið að
skýra málið fyrir báðum aðilum. é
Bréf Umhverfisnefndar Alþingis frá 12. ~
des. 1995 lagt fram. Einnig liggur frammi
til kynningar afrit af bréfi til Alþingis frá **
eigendum Haukadals dags. 13. des. 1995.
Fundargerð aukafundar SASS 7. des. lögð fram
og stofnsamningur um skólaskrifstofu.
Bréf frá Ferðafélagi íslands frá 15. des. 1995
lagt fram, þar sem óskað er eftir heimild til að
stækka hús þeirra við Þverbrekknamúla. Samþykkt
að leggja til að breytingin verði heimiluð.
Bréf frá Ólafi Björnssyni dags. 15. des. lagt
fram. Bréfið er sent fyrir Njörð Jónsson, Brattholti,
og er ítrekuð ósk hans um að fá leyfi til að byggja
söluskála við Sigríðarstofu eða söluskála við
Gullfoss. Einnig er óskað eftir að
Biskupstungnahreppur beiti sér fyrir því að haldinn
verði fundur um málið með viðkomandi aðilum.
Ákveðið að oddviti ræði málin við Ferðamálaráð.
Litli - Bergþór 7