Litli Bergþór - 01.04.1996, Qupperneq 9
Hreppsnefndarfréttir
Deiliskipulag Hótel Geysis, eig. Már Sigurðsson,
af svæði dvalarhúsa kynnt. Samþykkt að óska eftir
heimild Skipulags ríkisins til að auglýsa tillöguna.
Vinna við gerð fjárhagsáætlunar 1996. Ákveðið
að oddviti finni út og taki saman lögbundin og föst
framlög auk beiðna og bókana vegna
fjárhagsáæltunargerðar.
Hreppsráðsfundur 22. febrúar 1996.
Lögð fram 1. fundargerð stjórnar
Skólaskrifstofu Suðurlands frá 14. febrúar 1996.
Ingunn Guðmundsdóttir kosinn formaður stjórnar.
Bréf Fjölbrautaskóla Suðurlands frá 15. 2.
1996 þar sem boðið er til hátíðardagskrár vegna
opnunar á nýju bókasafni í skólanum.
Fundarboð frá Umhverfisráðuneytinu.
Fundurinn verður haldinn á Hvolsvelli 29. febrúar.
Sveitarsjórnarmenn á Suðurlandi boðaðir til
fundarins. Fundarboðið sent viðeigandi nefndum og
forstöðumanni áhaldahússins.
Kynntar fundargerðir stjórnar SASS frá 16.
janúar og 7. febrúar 1996. í fundargerð kemur fram
að aðalfundur SASS verður 22. og 23. mars n.k. og
þarf að kjósa fulltrúa sveitarfélagsins á fundinn sem
fyrst.
Bréf Sorpstöðvarinnar frá 7. febrúar,
staðfesting gjaldskrár stöðvarinnar. Gjald fyrir sorp
frá aðildarsveitarfélögum kr. 1,50 ákg. Gjald fyrir
sláturúrgang kr. 3,0. Afgfreiðslugjald fyrir hverja
losun kr. 500,-.
Bréf frá Félgi aldraðra þar sem farið er fram á að
lagfæra hljómburð í Bergholti þ.e. í aðstöðu þeirri
sem aldraðir hafa. Loftur beðinn um að gera tillögur
um málið.
Bréf frá Þorsteini P. Sverrissyni og Ingvari
Guðmundssyni dags. 28. 1. 1996. Þeirfélagar
fara fram á styrk og/eða auglýsingu á rallbifreið sína
keppnisárið 1996. Samþykkt að veita þeim styrk í
formi auglýsingar að upphæð kr. 50.000,-.
Bréf frá U.M.F. Bisk. dags. 28. janúar þar sem
formaður leggur fram óskir félagsins varðandi
fjárhagsáætlun 1996. Farið er fram á fjárstyrk kr.
350.000,- og húsaleigustyrk kr. 280.000,-.
Jafnframt er óskað eftir fjárstyrk til leikdeildar allt að
kr. 220.000,-.
Bréf frá Skipulagi ríkisins frá 19. febrúar 1996
þar sem heimiluð er auglýsing v/breytinga á
aðalskipulagi Laugaráss og Skálholts.
Fjárhagsáætlun: Unnið var í fjárhagsáætlun en
ekki náðist að Ijúka fyrstu yfirferð. Framhaldsvinna
ákveðin kl. 10.00 þriðjudaginn 27. febrúar.
Hreppsráðsfundur 27. febrúar 1996 kl. 10.00.
Framhald vinnu við fjárhagsáætlun.
Kristinn M. Bárðarson mætti á fundinn og skýrði
forsendur skólans vegna fjárhagsáætlunar.
Samþykkt að leggja til við hreppsnefnd varðandi
framhald vinnu vegna fjárhagsáætlunar að
breytingatillögur verði lagðar fyrir hreppsráð sem
vinni úr þeim áfram.
Hreppsnefndarfundur 27. febrúar 1996.
Fundargerð hreppráðs 22. febrúar 1996.
Formaður skólanefndar mætti á dagskrá vegna
opnunar á nýju bókasafni Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Færði hann safninu að gjöf fyrir hönd
hreppsins bækurnar „Inn til fjalla I - lll“.
Bókun v. fundargerðar SASS, 3. liðar: Á fundi
hreppa vestan Hvítár sem haldinn var á Borg í
Grímsnesi þann 15. febrúar 1995 var ákveðið að
oddviti Laugardalshrepps boðaði þá sömu aðila til
næsta fundar á Laugarvatni.
í fundargerð SASS frá 7. febrúar kemur fram að
sameiningarfundur hafi verið haldinn að Laugarvatni
17. janúar 1996.
Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps óskar eftir því
að fá upplýsingar um niðurstöðu fundarins sé þess
nokkur kostur.
Fundargerðin staðfest.
Fjárhagsáætlun 1996 fyrri umræða. Drög að
fjárhagsáætlun 1996 yfirfarin og kynnt.
Fundargerð Fjallskilanefndar 5. 2.1996 lögð
fram. Farið hefur fram verslun með fé milli
varnarhólfa í Biskupstungum. Hreppsnefnd fer fram
á að kindunum verði lógað.
Lögð var fram tillaga um að gerð verði áætlun
um lokun skurða og lýsingu í þéttbýli til fjögurra ára.
Erindinu vísað til hreppsráðs.
Samantekt D.K.
BISK-VERK
C )
Tökum að okkur alla byggingastarfsemi
Nýsmíði - Viðhald
Sumarhúsaþj ónusta
Þorsteinn Þórarinsson, sími 486 8862
Skúli Sveinsson................. 486 8982
Bílasími 853 5391
Litli - Bergþór 9