Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 14
STROKKUR
og hverasvæðið í
Haukadal
eftir Ingólf Guðnason.
Hverasvæðið í Haukadal hefur verið þekkt víða um
lönd í mörg hundruð ár vegna hins nafntogaða goshvers
Geysis. Enn í dag hefur Geysir mikið aðdráttarafl, eins
og Biskupstungnamenn vita manna best, og hefur margt
verið um hann ritað gegnum tíðina. Eg ætla ekki að bæta
við það heldur vil ég einkum gera að umtalsefni nágranna
hans, Strokk, sem í raun hefur haldið uppi hróðri
Geysissvæðisins um langa hríð.
í ritinu „Eyjar í eldhafi“ ( Afmælisrit til heiðurs Jóni
Jónssyni fil. lic. jarðfræðingi 85 ára þann 3. október
1995) er að finna grein um Strokk eftir Helga Torfason.
Þar er greinargóð lýsing á hvemum og „gossögu“ hans.
Hér verður einkum stuðst við þessa grein en einnig
við aðrar heimildir, s.s. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar og Jarðfræði, saga bergs og lands eftir
Þorleif Einarsson jarðfræðing.
Lýsing.
Strokkur er goshver eins og Geysir. Fleiri goshverir
eru á svæðinu, t.d. Óþerrishola og Smiður. I Reykholti er
einnig goshver þótt honum hafi ekki verið sýndur sá sómi
sem honum ber. Strokkur dregur nafn sitt af lögun
gospípunnar, sem er (eða öllu heldur var ) víð að ofan en
mjókkaði niður og í laginu eins og strokkur. Hann gýs
mjög snöggu gosi,og kemur venjulega aðeins ein gusa úr
honum.
Gosannáll.
Hér verður getið nokkurra athugana frá fyrri tíð, þar
sem Strokks er getið. Aðallega er stuðst við grein Helga
Torfasonar.
1708. Strokkur er stíflaður með torfi og grjóti til að
forða túninu á Laug frá skaða. ( Talið að um Strokk sé
að ræða.)
Nokkrar heimildir eru um að skepnum hafi verið
hætta búin vegna hveranna. I Jarðabók Arna
Magnússonar og Páls Vídalíns (1708 ) er þess t.d. getið
um bæina Haukadal og Helludal.
1750. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson heimsækja
Geysi. Þeir geta Strokks að engu, enda mun hann þá ekki
vera farinn að gjósa að ráði.
1789. í jarðskjálftunum þetta ár tók Strokkur að
gjósa af miklu afli og gaus hátt.
1793. Sveinn Pálsson kemur að Geysissvæðinu. Skv.
ferðabók hans má ætla að hann hafi gefið hvernum nafn
sitt: „Hinn nýji hver nefnist Strokkur eftir lögun sinni.“
A þessum tíma gaus Strokkur reglulega, tvisvar á dag, en
truflaðist ef Geysir gaus á þeim tímum. Goshæðin er
talin vera yfir 50 metrar.
1804. Gos í Strokki mældist vera 45 metrar á hæð, en
Geysisgos 65 metrar. Þess er getið að gos í Strokki séu
óregluleg en Geysir gjósi hátt á um 6 tíma fresti, hins
vegar gjósi Strokkur oft hærra en Geysir. Strokkur gaus
fyrst miklu vatnsgosi en að því loknu var gufugos í tvo
tíma.
1809. Strokkur gýs 45 metra háu gosi sem stendur í
hálfan annan klukkutíma.
1810. Tekið er til þess að ekkert hrúður er í kringum
Strokk. Þá gaus hann 24 metra háu gosi, álíka lengi og
árið áður.
1815. Gos í Strokki talið hafa náð yfir 60 metra hæð.
1830. Þegar hér er komið virðist sem Strokkur sé
farinn að dofna; þess er oft getið að menn beri í hann torf
og grjót til að örva hann til dáða. Þannig tókst stundum
að fá fram sæmileg gos, allt að 20 metrum á hæð.
1863. 15 metra hátt gos er framkallað með
grjótburði. Ólgaði mikið í hvernum næstu 30 mínútumar
á eftir
1871 Virkni Strokks er nánast engin.
1880. Sagnir eru um 25 - 28 metra há gos um þetta
leyti.
1896. í Suðurlandsskjálftunum þetta haust hætti
Strokkur alveg að gjósa. Þá tók Geysir hins vegar til við
að gjósa af krafti og hélt því áfram í tvo áratugi.
1898. Þess er getið að ekkert vatn renni lengur frá
Strokki og engin kísilskán sé í kringum hann eins og
Geysi.
1931. Vatnsborð í Strokki er 1 metra undir yfirborði.
Stöku gasbólur stíga upp úr djúpunum, að öðra leyti er
hann óvirkur. Yfirborðshiti mælist 80,5 gráður.
1937. Aðrennsispípan í Strokk mæld og reynist 11
metrar. Yfirborðshiti 70 gráður en rauk upp af og til.
1961. Að sögn heimamanna hefur Strokkur aðeins
gosið árin 1916 og 1937. Tæpir 2 metrar eru niður á
vatnsborð.
Að sögn Kristbergs Jónssonar, sem þá bjó á Laug, var
hverinn 12 metrar á dýpt og mjókkaði niður. Aður fyrr
stóð vatn ekki í Strokki heldur var aðeins smápollur
neðst í pípunni áður en hverinn gaus, og hafði
Litli - Bergþór 14