Litli Bergþór - 01.04.1996, Síða 16

Litli Bergþór - 01.04.1996, Síða 16
Frá Leikdeild Umf. Bisk. Nú er leikdeildin að setja upp leikritið „Fermingarbarnamótið“ eftir þau, Ármann Guðmundsson, Árna Hjartarson, Hjördísi Hjartardóttur, Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Oskarsdóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, sem öll eru í áhugaleikfélaginu Hugleikur í Reykjavík. Þetta er leikrit í léttum dúr með söng og dansi. Rúmlega 20 manns taka þátt í þessari uppsetningu og þar af 17 leikarar. Það er ótrúlegt (og þó) hvað við erum rík af leikurum hér í sveit og við vitum að það eru fleiri sem ekki hafa þorað að láta þessa hæfileika í ljós og enn fleiri sem gefa sér bara ekki tíma í þetta núna en verða með næst. Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson og hefur hann búið hjá Bjama og Oddnýju meðan hann hefur verið að leikstýra. Jón hefur verið að leikstýra krökkunum í skólanum og aðstoða þau við eitt og annað sem þau hafa verið að gera og ber að fagna því. Hver veit nema einhverjir af þessum krökkum starfi með leikdeildinni seinna. Hilmar Örn Agnarsson og Hjörtur Hjartarson sjá um tónlistina og fara létt með það. Egill Jónasson. Camilla Ólafsdóttir. Egill Jónasson og Erla B. Bergsdóttir. Margrét Sverrisdóttir og Eiríkur Georgsson. Áslaug Magnúsdóttir, Magnús Jónasson og Aðalheiður Helgadóttir. Allur leikhópurinn ásamt leikstjóra sínum, Jóni Stefáni Kristjánssyni. Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.