Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 18
Hugleiðingar um ferðamál ✓ Asborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Biskupstungna. Ferðamál eru mál málanna í dag. Mikið er rætt og ritað um ferðaþjónustu sem vaxtarbrodd þjóðfélagsins og menn gæla við þá hugmynd að innan þess geira sé helst að vænta nýrra starfa á komandi árum á íslandi. En það eru fleiri sem líta hýru auga til buddu ferðamannsins, inörg önnur lönd hafa svipaða framtíðarsýn og leggja mikið kapp á uppbyggingu í ferðaþjónustu. Við erum að keppa við önnur lönd sem ferðamannalandið Island og þegar við höfum náð ferðamanninum til landsins keppast hinir ýmsu landshlutar við að ná honum heim til sín. Þannig er að mörgu að hyggja. Gott dæmi um slíka samkeppni innan lands og utan er baráttan um ráðstefnurnar. Ráðstefnuhald og þjónusta því tengd hafa vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er orðinn stór þáttur í ferðaþjónustu okkar Islendinga. En það hefur ekki gerst án baráttu, það eru ekki mörg ár síðan við Islendingar höfðum ekki möguleika á ráðstefnumarkaðnum. Nú leikum við okkur hins vegar að því að taka á móti allt að 1000 manna fundum og getum stolt farið út í heim og boðið í svo til hvaða ráðstefnu sem er. Það er margt spennandi að gerast í ferðamálum á íslandi í dag og það hefur enginn efni á því að missa af lestinni. Tekjur af erlendum ferðamönnum jukust um 1,8 milljarð í fyrra og heildarráðstöfunarfé Ferðamálaráðs í ár er 8 milljónum króna hærra en ‘95. Umtalsverðum upphæðum verður varið til úrbóta á fjölförnum ferðamannastöðum og tvöföldun hefur orðið milli ára á fé sem ætlað er til rannsókna og kannana á sviði ferðamála. Ymis sveita- og bæjafélög hafa séð sér hag í því að ráða fagfólk til að sinna þessum málaflokki innan sveitar og gæta hagsmuna þeirra útávið. 17 ferðamálafulltrúar eru nú starfandi víðs vegar um landið og stefna þeir að því að gera ísland að betra ferðamannalandi og að sjálfsögðu hver sinn landshluta að betri valkosti fyrir ferðamanninn þegar hann er kominn til landsins. Þeir hafa með sér ákveðna samvinnu og hafa m.a. hrundið af stað vinnuhópum sem munu fjalla um málaflokkana: 1. Upplýsingamiðlun, útgáfu og kynningarmál, 2. Lenging ferðamannatímans, 3. Umhverfismál tengd ferðaþjónustu. Hópastarfið fer fram innan Ferðamálasamtaka íslands sem er ákveðinn samstarfsvettvangur fyrir landsbyggðamenn, þar sem þeir geta komið sínum málum á framfæri og haft áhrif. Það er nauðsynlegt að aðilar innan ferðaþjónustunnar hafi með sér samstarf bæði innan og milli svæða ekki síst vegna utanaðkomandi ógnana. Það er enginn einn í ferðaþjónustu og stundum þarf samvinnu um að taka einhverja áhættu og í ýmsum tilfellum getur verið hagur að kynna allt annað en sjálfan sig. Starfsvettvangur ferðamálafulltrúa er afar misjafn eftir landshlutum. Á sumum svæðum hefur markvisst verið unnið að ferðamálum til margra ára, á öðrum eru menn að stíga sín fyrstu skref og sums staðar er þetta blandað. Þar sem ferðaþjónustan er á frumstigi felst starf þeirra m.a. í að aðstoða fólk við að hrinda hugmyndum í framkvæmd og benda á möguleika, en þar sem menn eru lengra komnir er hægt að eyða meiri tíma í þætti eins og vöruþróun, nýsköpun, gæðamál, umhverfismál o.fl. Það er engin ein stétt sem á ferðamálin heldur eiga allar faggreinar og starfstéttir á hverjum stað hagsmuna að gæta og bera ábyrgð. Ferðamálafulltrúinn er aðstoðarmaður Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.