Litli Bergþór - 01.05.2001, Qupperneq 13

Litli Bergþór - 01.05.2001, Qupperneq 13
- og eftir viðgerð., inngangurin. eftir viðgerð., yfirgerðin. Rétt vestan við kerið sér í móberg (gosberg). Ofar og fjær eru jökulnúnar klappir. Umhverfið þarna er nokkuð stórskorið og augljóst að þarna hafa margskonar náttúrukraftar að verki verið. Frá kerinu sér vel til Bláfells. Neðan við brekkuna sér fyrir gömlu tóftarbroti við túngarðinn. Það líkist stekk í lögun. Ekki hefur verið rannsakað hvaða mannvirki þetta er, en örnefnið Stekkatún er þó annarsstaðar á jörðinni. Arið 1996 komu eigendur Bergsstaða að máli við mig undirritaðan, hvort ég myndi fást til að lagfæra yfirgerðina á kerinu. En hún var mjög úr lagi gengin og ekki lengur hægt að komast inn um dyrnar til hreingerningar. Mér var ljúft að gera þetta, því ég þekkti þetta frá bamsaldri. Eg hafði svo oft verið á ferð hjá móðurbróður mínum, Sigurfinni. Síðast hafði verið löguð yfirgerðin fyrir 61 ári. Og svo hófst ég handa í ágúst 1997. Grafið var niður á klöppina allt í kring um kerið. Bæði mold og grjót fjarlægt. í moldinni var mikið af hellubrotum og grjóti, svo auðséð var að þarna hefur áður verið unnið að. Þegar ég byrjaði verkið, var búið að láta sýru í kerið það sumarið. Eg tæmdi vatnið ofan að sýrunni og lét svo sýruna í tunnu, sem geymd var meðan verkið stóð yfir. Klettar “ ofan við sýrukerið. Sýrupollurinn í kerinu daginn eftir tœmingu. Það merkilega við þetta ker er það að sýran samlagar sig ekki vatninu. Hún er ábotninum. Alltaf síast vatn í kerið og í rigningartíð seitlar fram úr því. Daginn eftir að ég tæmdi kerið var kominn sýrupollur í botninn. Nú hlóð ég vegginn úr tómu grjóti, bæði utan og innan og fyllti í glufur milli hleðslunnar með grjótmylsnu. Svo var jarðvegsdúkur lagður utan á hleðsluna, svo moldin þrengi sér ekki inn á milli steinanna. Síðan er yfirgerðin topphlaðin. Ekkert efni annað en grjót og hellur er notað. Hæð frá botni kersins í topp að innan er 2,20 metrar. Núverandi eigendur bera virðingu fyrir þjóðsögunni og vel um kerið. Það er að verða hefð hjá þeim að koma saman um lunarmannahelgina skipta um sýru hreinsa það Láta í það 25 lítra aftur. Þjóðsagan er rifjuð upp hér, svo unga fólkið læri hana líka. Afstöðumynd, tekin á réttardaginn 2000. Konan á myndinni er Katrín Briem á Stóra Núpi. Helgi Kristbergur Einarsson, Hjarðarlandi. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.